Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetumÞessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim.
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjumHvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur.
Indverskar vefjur með tófú og chutneyAlveg truflaðar indverskar vefjur með tófú og chutney! Vefja er fullkomin máltíð en þar sem mætast heit indversk stemning og ferskleiki, vafin í mjúka tortillu.
Vegan nachosNachos veisla með steiktum baunum og hafrarjómaosti.
Kremað kókos dahlDásamlega kremuð og bragðgóð uppskrift að kókos dahl, þar sem rauðar linsur, ilmríkar kryddjurtir og mjúk kókosmjólk sameinast í fullkomnu jafnvægi. Með ferskum kóríander og kreistum sítrónusafa er þessi réttur bæði hlýjandi og ljúffengur fyrir sálina.
Litlar vegan ískökur með OREOMögulega einn af einföldustu eftirréttum sem ég hef gert og þar að auki vegan! Hér kemur uppskrift að mjög svo ljúffengum litlum ískökum með OREO.
Ljúffengur Cajun pastaréttur með kremaðri sósuÞessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáaÞessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið.
1 2 3 4 5 6 8