Pizzur

Súrdeigspizza með salsiccia og chilihunangi

Ekkert toppar góða heimagerða súrdeigspizzu með fullkominni blöndu af krydduðu, safaríku áleggi og stökkum botni. Þessi pizza sameinar djúpan bragðheim súrdeigsins, bragðmikla ítalska grillpylsu og sæta, kryddaða hlið chilihunangsins – ómótstæðileg blanda fyrir bragðlaukana.

Súrdeigspizza með rifinni öndPizza er vinsæl hjá mörgum og alltaf er gaman að smakka nýjar samsetningar af góðri pizzu. Hér er ein mjög góð með rifinni önd, bökuðum tómötum og balsamikgljáa, sem að við mælum með að þið prófið með góðu rauðvínsglasi.
Burrata pizzusamlokaFöstudagspizza með smá twisti. hér höfum við basilpestó, hrásskinku og burrata ost.
BBQ pizza með kjúklingiÞessi pizza er hreint út sagt guðdómleg og skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu! Að elda kjúklinginn og baka pizzuna í pizzaofninum tekur þetta auðvitað alveg á næsta stig þó vel sé hægt að njóta pizzunnar úr hefðbundnum ofni líka!
Pizza fyrir tvoHér er á ferðinni ekta pizza fyrir rómantískan kvöldverð! Auðvitað má gera þessa pizzu við hvaða tilefni sem er en mér fannst þetta eitthvað svo ekta þannig stemming í henni. Almáttugur hvað perur, brie og karamelluhnetur eru fullkomin blanda og þið hreinlega verðið að prófa þessa snilld!
BBQ tortilla pizzaEf þig langar að útbúa eitthvað ofurfljótlegt og gómsætt, þá er það þetta hér! Sweet bbq sósan frá Heinz smellpassar fyrir þessar pizzur!
PizzasnúðarHér voru pizzasnúðar útfærðir úr uppskrift af pizzadeigi. Útkoman var alveg dásamleg og nokkuð er ljóst að þessir snúðar verða bakaðir á þessu heimili reglulega í framtíðinni. Þeir voru mjúkir og ljúffengir og kláruðust ansi hratt. Uppskrift dugar í um 20-24 snúða
Butter Chicken PizzaEr eitthvað betra en dýrindis máltíð sem er auðvelt að gera? Skemmtilegt og auðvelt fjölskylduuppáhald, þessi pizza á örugglega eftir að slá í gegn hjá öllum við matarborðið! Butter Chicken karrísósan frá Patak´s gefur henni ljúffengan, grillaðan ilm. Butter Chicken sósan frá Patak´s fæst í öllum helstu matvöruverslunum.
Hjartalaga valentínusarpizzaGómsæt og girnileg pizza með Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum, basiliku, mozzarella, klettasalati, parmesan osti og stökkri parma skinku.
Pizza með buffalo kjúklingiGríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.
Djúsí og einföld BBQ pizzaPizza með kjúklingi í BBQ sósu, rjómaosti, rifnum osti, nachosi, rauðlauk og toppuð með avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er stórkostleg blanda sem svíkur engan.
1 2 3