#ostakaka

FílakaramelluostakakaLíklega ein besta ostakaka allra tíma, mjúk ostafylling með kanilbotni og karamelluhjúp.
HátíðarostakakaOstakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu tobleroneRababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!
Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakakaOstakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.
Litlar OREO ostakökurÓmótstæðileg OREO ostakaka með Milka súkkulaði í fullkominni skammtastærð fyrir einn.
Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppiÞessi Oreo Ostakaka er alveg æðislega góð! Stökkur Oreo botn, mjúk ostaköku fyllingin með Oreo crumbs bitum í og ljúffengur Toblerone toppur setur punktinn yfir i-ið.
Dúnamjúkir súkkulaði Oreo ostaköku kleinuhringirÞessir ostaköku kleinuhringir eru þeir mýkstu sem ég hef smakkað! Áferðin á ostakökunni sjálfri er eins og silki og eitt af því sem þegar þú hefur smakkað þá er ekki möguleiki á að hætta að borða.
1 2 3 4