#bláber

Litlir ostabakkar10 litlir bakkar - Það má raða hverju sem hugurinn girnist í boxið en ég segi það þarf að vera eitthvað kex, kjöt, ostur, ber og sætt, þá eruð þið í góðum málum!
Jarðarberja jólasveinarÞað verður varla meira sætt enn þessir krúttlegu jarðarberja jólasveinar með rjómaostakremi.
HollustuskálÞað er svo geggjað að geta útbúið sína eigin skyrskál heima og möguleikarnir eru endalausir! Þetta er alls ekki eins flókið og margir halda svo lengi sem þið eigið réttu hráefnin til! Ég hugsa að það taki í mesta lagi um 5 mínútur að útbúa eina eða fleiri svona skálar heima, líklega styttri tími en það tekur að bíða í röð á sölustað!
Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókosÞessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!
Jólaís með DaimkúlumÞessi jólaís með Daimkúlum er einstaklega góður! Hann er léttur í sér og stökkar Daimkúlurnar gefa honum skemmtilega áferð. Ekki skemmir undursamleg, heit karamellusósa fyrir. Það er mjög hentugt að hvolfa heimatilbúnum ís úr formkökuformi því það er gott að skera hann þannig í sneiðar sem henta hverjum og einum.
Bláberja eftirrétturHérna erum við með frábæran eftirrétt sem hentar vel eftir góða máltíð. Tekur enga stund að skella í hann – myndi segja að það taki u.þ.b. fimm mínútur frá því að hafist er handa og hann kominn inn í ofn. Svo er hægt að græja hann fyrr um daginn og geyma inn í ísskáp og skella í inn ofn þegar fólk klárar að borða og bera fram strax.
Toblerone bollurHér er ég búin að fylla vatnsdeigsbollur með Toblerone súkkulaði og bláberjum og það er hreinlega þannig að allar uppskriftir sem innihalda Toblerone eru góðar!
Driscolls berjakonfektSúkkulaði og ber getur ekki klikkað, fljótlegir súkkulaðibitar með ferskum berjum
1 2