#bolla

Vegan Paris-Brest bollur með pralíni og vanillurjómakremiParis-Brest er einn allra besti eftirréttur sem til er á jörðinni. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Eftirrétturinn er upprunninn í Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna og eru til ýmsar útgáfur af honum. Yfirleitt er þetta vatnsdeig sem mótað er í hring og fyllt með pralín og vanillukremi (Crème Pâtissière). Það er eitthvað við þessa pralín-vanillukrems blöndu sem er algerlega ómótstæðilegt og það er ekki oft sem hægt er að nálgast þennan eftirrétt á Íslandi. Ég var heillengi að prófa mig áfram með gerð þessarar bollu og gerði ótal útgáfur af henni. Þessi útgáfa kom lang best út. Bollan sjálf er úr smjördeigi sem er nánast án undantekninga vegan. Heimagerða pralínið er gert úr ristuðum heslihnetum og möndlum og vanillukremið úr haframjólk og hafrarjóma ásamt góðri vanillu og vegan smjöri. Þessi samsetning er algerlega himnesk og ég skora á ykkur að prófa þessa dýrð!
KókosbollurKlassískar vatndeigsbollur með kókosbragði. Það kemur góður kókoskeimur í rjómann frá kókossmyrjunni og síðan gott að fá litla og seiga Yankie bita með í hverjum bita!
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáaÞessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið.
Vatnsdeigslengjur með kaffirjómaNú skulið þið halda ykkur fast því þessar bollur voru GUÐDÓMLEGAR! Ég var búin að gleyma hversu brjálæðislega gott Toffifee nammið er!
Toblerone bollurHér er ég búin að fylla vatnsdeigsbollur með Toblerone súkkulaði og bláberjum og það er hreinlega þannig að allar uppskriftir sem innihalda Toblerone eru góðar!
OREO bollurGómsætar Oreo bollur með súkkulaðirjóma.
1 2