#brunch

Ofnbökuð pönnukaka (Dutch Baby) með berjum

Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.

Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það er skemmtileg tilbreyting að nota risarækjur en þær eru skornar smátt sem gerir áferðina svo góða.
Ofnbakað croissant með jarðarberjum og rjómaostiGómsætur réttur sem er tilvalinn í sunnudagsbrönsinn, saumaklúbbinn, vinahittinga eða jafnvel í babyshower. Ofnbakað croissant með jarðarberjum, rjómaosti og toppað með hlynsírópi. Ljúfur réttur sem er sniðugt að skella í daginn áður form og baka morguninn eftir. Passar vel með ísköldu Prosecco eða jafnvel mímósu.
Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrjuBrauðið tekur enga stund að gera og er þetta alveg tilvalið fyrir krakka jafnt sem fullorðna sem dögurður (brunch) eða bara þess vegna með kaffinu. Útkoman er dásamleg, ég meina hvað getur klikkað þegar Churros og French Toast eignast afkvæmi? Akkurat ekki neitt.
Morgunverður meistaransLúxus morgunverður þarf ekki alltaf að kosta mikla fyrirhöfn. Þessi hérna samsetning myndi sóma sér hvar sem er, hvenær sem er og ekki er verra að þetta er allt hollt, gott og næringarríkt!
French toast með ferskum berjumHér kemur uppskrift að french toast með ferskum berjum, hlynsírópi og rjómaostablöndu. Geggjuð blanda og kjörið til að útbúa fyrir brönsinn.