#páskar

Páskadesert með marengs, hindberjum og Cadbury mini eggjum

Fljótlegur og fallegur eftirréttur sem gleður bæði auga og bragðlauk! Fullkominn fyrir páskana – allt sett í litlar skálar og toppað með Cadbury mini eggjum og bræddu hvítu súkkulaði. Þið getið keypt tilbúinn marengsbotn til að einfalda ferlið og einblínt á að njóta.

Ofnbökuð pönnukaka (Dutch Baby) með berjum

Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.

Gulrótarkaka með páskaeggjum

Hér kemur uppskrift af dásamlegri gulrótarköku sem er tilvalin fyrir páskana. Cadbury eggin eru bæði falleg og bragðgóð skreyting. Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is 

Osta og berjabakki fyrir páskanaHvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur.
Páskasmákökur

Þessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páska baksturinn, skemmtilegt að gera þær með börnum og frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.

PáskaísinnÞessi ís er einn sá besti, það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm! Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana.
PáskaljúfmetiÞað er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska bæði hrískökur og marengs svo hér kemur algjör negla!
French toast með ferskum berjumHér kemur uppskrift að french toast með ferskum berjum, hlynsírópi og rjómaostablöndu. Geggjuð blanda og kjörið til að útbúa fyrir brönsinn.
1 2 3 4