Litríkt og létt salat fullt af ferskleika – næringarríkt kínóa, safaríkt mangó, mjúk lárpera og djúsí grillaðar risarækjur. Toppað með ferskum kryddjurtum og léttri sítrusdressingu. Ómótstæðilegur réttur sem sameinar hollustu og einstakt bragð!
Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!
Grilltíminn er að hefjast og páskarnir á næsta leyti. Tilvalið að draga fram grillið og galdra fram girnilega steik og með því.