#dececco

Penne alla vodka pastaEf þig langar í ekta ítalskan pastarétt sem er bæði einfaldur og ómótstæðilega bragðgóður, þá er Penne alla Vodka fullkomið val. Þessi réttur sameinar rjómalagða tómatsósu með mildum kryddum, parmesanosti og léttum keim af vodka sem lyftir bragðinu upp á nýtt stig.
Turkish PastaEf þið eruð að leita að réttinum sem þið getið ekki hætt að hugsa um eftir fyrsta bita – þá eruð þið á réttum stað! Þetta Turkish pasta er búið að vera allsráðandi á TikTok. Fullkomin blanda af kryddaðri nautahakksblöndu, jógúrtsósu, smjörsósu með papriku, tómötum og steinselju. Þetta er fljótlegt, auðvelt og algjör comfort food sem allir elska.
Spaghetti BologneseKvöldmatur sem er útbúinn á um 20 mínútum og öll fjölskyldan elskar, já takk!
Rjómalagað fusilli með sveppumEinfalt er oft best. Þessi uppskrift er dásamleg fyrir alla sveppaunnendur og er fullkominn réttur fyrir jólaannríkið. Hún er einföld, fljótleg og ótrúlega ljúffeng – passar bæði á virkum dögum og þegar þú vilt gleðja fjölskyldu eða gesti í desember. Það er einnig gott að  bæta smávegis af rifnum sítrónubörk fyrir ferskleika eða smá chiliflögum fyrir kryddaðri útgáfu. Mæli með að bera fram með góðu hvítvínsglasi og njóta vel í aðventunni.
Milljón dollara spagettíÞetta er í raun bara rjómalöguð lúxusútgáfa af hakk + spagettí ef á það er horft en þetta er skemmtileg tilbreyting sem ætti að slá í gegn hjá krökkunum (og fullorðnum).
Kalt pasta með kjúkling og grænmetiKalt pasta hentar ofurvel í nesti fyrir ýmis tilefni, í útileguna eða bara sem máltíð heima fyrir! Þetta hér er einfalt og ljúffengt og ég mæli með að þið prófið!
Gnocchi með blómkáli og sveppumGnocchi er oftar en ekki borið fram með smá sósu og parmesan osti, en það er líka gaman að breyta til og nota meira hráefni eins og í þessari uppskrift. Það er bæði hægt að bera þetta fram sem aðalrétt eða sem meðlæti (dugar þá fyrir 4-5) eins og kjöti eða fisk, virkar með flestu.
Ofnbakaður penne með parmesan kjúklingiEkta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.
Hvítlauks og pestó pastaÞessi pasta uppskrift er virkilega einföld en á sama tíma svo góð. Mér finnst stundum góð tilbreyting að hafa pastað einfalt en að sjálfsögðu er hægt að bæta við það auka grænmeti eftir smekk. Ég lofa ykkur af þessu pasta verðið þið svo sannarlega ekki svikin!
1 2 3 5