Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.
Þessi mexíkóska kínóa skál með bökuðum sætkartöflum, lárperu er bæði holl og einstaklega bragðgóð. Ferskt, litríkt og fullkomið fyrir léttan hádegisverð eða kvöldmat sem lætur manni líða vel.
Sous vide ungnauta framfille með koníaks- grænpiparsósu, sannkölluð veisla á diskinn þinn.