#hrásykur

Hátíðlegur vegan eftirrétturHátíðlegur vegan eftirréttur í hollari kantinum með Oatly þeytirjóma. Psst... það besta við þennan eftirrétt er að hann virkar vel sem spari morgunmatur daginn eftir, ef það verður afgangur.
Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakakaOstakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.
Fullkomnir hafraklattar sem allir elskaFyrir mér er hinn fullkomni hafraklatti þungur í sér, með stökkri skorpu en rakur og klístraður inn í, með nóg af haframjöli og jú súkkulaði.
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaðiVið höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá.
Cantuccini möndlukexÍtalskt möndlukex til að dýfa í bolla af Espresso eða Latte Macchiato. Buon appetito!