Mögulega einn af einföldustu eftirréttum sem ég hef gert og þar að auki vegan! Hér kemur uppskrift að mjög svo ljúffengum litlum ískökum með OREO.

Uppskrift
Hráefni
3 dl Oreo crumbs með kremi (eða mulið Oreo)
3 msk kókosolía, brædd
250 ml Oatly vanillusósa
Fersk ber
Leiðbeiningar
1
Byrjið á því að blanda sama Oreo crumbs og kókosolíu. Hrærið vel saman.
2
Klippið út 12 litlar plastfilmur og dreifið í botninn á bollakökuformi fyrir 12 kökur.
3
Dreifið Oreo blöndunni jafnt í formin og frystið.
4
Þeytið vanillusósuna þar til hún verður létt í sér og dreifið jafnt yfir Oreo botninn.
5
Frystið í nokkrar klukkustundir og berið fram með ferskum berjum.
6
Njótið.
7
12 litlar ískökur (einnig hægt að útbúa eina stóra köku).
Uppskrift frá Hildi Rut.
MatreiðslaEftirréttir, ÍsTegundÍslenskt
Hráefni
3 dl Oreo crumbs með kremi (eða mulið Oreo)
3 msk kókosolía, brædd
250 ml Oatly vanillusósa
Fersk ber