Djúpsteikt OREO

  ,

nóvember 9, 2020

Rosalega girnilega uppskrift af djúpsteiktu Oreo. Ekki skemmir að uppskriftin er vegan

Hráefni

Pönnukökudeig

2,5 dl hveiti

1 msk sykur

2 tsk lyftiduft

örlítið salt

2,5 dl mjólk

2 msk olía

1 tsk vanilludropar

2 tsk eplaedik

1 pakki Double cream eða venjulegt OREO

2 pakkar (sirka 1 kg) palmin feiti eða önnur góð steikingarolía

Leiðbeiningar

1Útbúið pönnukökudeigið en þá byrjið þið á að blanda þurrefnunum saman í skál og hræra örlítið saman.

2Bætið mjólkinni, olíunni, vanilludropunum og eplaediku út í og hrærið.

3Hitið steikingarolíuna á hæstu stillingu þar til hún hefur bráðnað alveg.

4Mér finnst gott að prófa hvort olían sé orðin nógu heit með því að setja smá pönnukökudeig út í og sjá hversu fljótt það er að verða steikt og fallega gyllt. Þegar pönnukökudeigið verður fallega gyllt á sirka 1 mínútu er það tilbúið og fínt að lækka hitann um 1 eða 2. Ég t.d. lækka hitann úr 9 í 7,5.

5Veltið hverju Oreo kexi fyrir sig upp úr pönnukökudeigi og setjið út í olíunni.

6Steikið í sirka 1 til 1,5 mínútu á hvorri hlið og takið síðan upp og leyfið hverri köku að hvíla í nokkrar mínútur á eldhúsbréfi áður en þær eru bornar fram.

7Kökurnar eru fullkomnar með Oatly ís eða vegan þeyttum rjóma.

Uppskrift frá Veganistum

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Þjóðhátíðardesertinn 2021

Mmmm þessi kaka var svoooo góð og fersk, það er líka mjög fljótlegt og einfalt að útbúa þessa dásemd!

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.