Þegar þið viljið dekra við ykkur eða bjóða í almennilega grillveislu, þá er lambakonfekt algjör lúxus – en samt ótrúlega einfalt að útbúa. Með bragðmikilli Caj P marineringu, köldu rjómaostasósunni og stökkum kartöflum af grillinu fáið þið bæði ljúffengt bragð og góða áferð í hverjum bita. Þetta slær alltaf í gegn! Best af öllu er að hægt er að undirbúa allt fyrirfram – sem gerir þetta þægilegt hvort sem þið eruð að fá gesti í mat eða að grilla úti í ferðalagi.
Ljúffeng og mjúk lambakóróna, marinseruð í kryddjurtum og hvítlauk, elduð þar til kjötið verður meyrt og djúsí. Borið fram með silkimjúkri, heimalagaðri bearnaise-sósu og djúpbragðmiklum balsamic sveppum – stórbrotinn réttur sem slær í gegn á öllum veisluborðum.
Litríkt og létt salat fullt af ferskleika – næringarríkt kínóa, safaríkt mangó, mjúk lárpera og djúsí grillaðar risarækjur. Toppað með ferskum kryddjurtum og léttri sítrusdressingu. Ómótstæðilegur réttur sem sameinar hollustu og einstakt bragð!
Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!
Sumarið er á næsta leiti og grilltíminn að hefjast. Hér kemur útfærsla af hamborgara með snakki á milli og þessi hér var algjör negla!
Ég gerði marineringuna frá grunni, naan brauðið og raita jógúrtsósuna en sósan sem lambakjötið fer í er keypt tilbúin. Ég bragðbætti hana örlítið eftir eigin smekk en þess þarf auðvitað ekkert, en það er svo skemmtilegt. Lambakjötið er úrbeinað læri sem ég skar síðan í bita og marineraði í jógúrtmarineringu. Þræddi bitana upp á spjót og grillaði. Setti sósuna í pott og bragðbætti örlítið og setti tilbúið lambakjötið í sósuna. Naan brauðið er það allra besta með þessum rétti og saffran grjónin og jógúrt sósan setja punktinn yfir i-ið.