Kasjú “sýrður rjómi”

Hér er ein sem er ótrúlega einföld og kunnugleg fyrir flestum þ.e.a.s engin framandi innihaldsefni og nafnið bendir til þess hvernig má nota hana. Passar með flest öllu og algjör “go to” sósa hjá okkur ef við gerum okkur burritoskál, einhverskonar taco eða vefju. Hún er líka góð sem ídífa fyrir grænmetisstrimla eða í raun bara frábær staðgengill fyrir hefðbundinn sýrðan rjóma. Svo er að sjálfsögðu hægt að nota hana sem sósugrunn ef þú vilt krydda hana til með laukdufti eða chili fyrir annarskonar fíling.

Grillað lambakonfekt með krömdum kartöflum & graslaukssósu

Þegar þið viljið dekra við ykkur eða bjóða í almennilega grillveislu, þá er lambakonfekt algjör lúxus – en samt ótrúlega einfalt að útbúa. Með bragðmikilli Caj P marineringu, köldu rjómaostasósunni og stökkum kartöflum af grillinu fáið þið bæði ljúffengt bragð og góða áferð í hverjum bita. Þetta slær alltaf í gegn! Best af öllu er að hægt er að undirbúa allt fyrirfram – sem gerir þetta þægilegt hvort sem þið eruð að fá gesti í mat eða að grilla úti í ferðalagi.

Epla & bananakaka með stökkum múslítoppi

Hafið þið prófað að nota múslí í bakstur? Þessi epla og bananakaka er ótrúlega bragðgóð, stútfull af góðri næringu og trefjum, inniheldur lítinn viðbættan sykur og er þar að auki vegan. Ég notaði Rapunzel múslí bæði í kökuna og stökkan toppinn og það heppnaðist virkilega vel. Hún helst lengi mjúk og er best með góðu kaffi!

BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað raðað á spjótin eftir sínum óskum. Kartöflurnar eru að mínu mati ómissandi með pylsunum og svo þarf ekkert annað nema tómatsósu og sinnep með þessu!
Glútenlaus súkkulaðikaka með ekta súkkulaðikremi

Einfaldar súkkulaðikökur eru bestar og það er enn betra ef uppskriftin af þeim er auðveld og fljótleg. Það er því miður ekki hlaupið að því að fá góðar glútenlausar kökur og hvað þá finna uppskriftir sem uppfylla öll skilyrðin: Einföld, fljótleg og ljúffeng! Hráefnunum í þessa er einfaldlega hent í skál, svo hrært í með písk og skellt í ofn. Kremið er líka álíka einfalt en ég notaði í það ekta súkkulaði en það má líka alveg setja smjörkrem eða glassúr. Ef þú eða þínir þurfið að forðast glúten þá er þetta uppskrift sem þið eigið eftir að geyma og baka aftur og aftur og aftur…

BBQ kjúklingasalat með ananas, avókadó og kaldri jógúrtsósu

Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.

Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Ég hafði aldrei prófað að nota banana sem sætu í granóla fyrr en Tobba Marínós kom með granólað sitt á markaðinn. Ég segi bara takk fyrir þá hugmynd því við á mínu heimili erum bara ferlega hrifin af því. Hér er heimagert granóla í anda Granólabarsins “sem mamma ykkar vill að þið borðið”. Enginn sykur, ekkert síróp, bara strangheiðarleg lífræn hráefni og bragðlaukarnir segja “ekki hætta að narta í þetta eins og snakk”.

Dúnmjúkir sælkerasnúðar með kaffi & súkkulaðifyllingu

Snúðar í allskonar útgáfum er líklega bara með því besta bakkelsi sem fyrirfinnst. Og súkkulaði er líka best og það er fátt sem toppar góðan kaffibolla. Hér er þetta allt komið saman í mýkstu og mest djúsí snúðum sem þú getur ímyndað þér. Snúðarnir eru úr fullkomnu „brioche“ deigi, fylltir með dökkri kaffi og súkkulaðifyllingu þar sem ég nota 70% súkkulaði frá Rapunzel. Það súkkulaði er algerlega magnað í bakstur þar sem það er mjög dökkt en ekki biturt eins og margt annað svipað súkkulaði. Það sem gerir þá extra mjúka er rjóminn sem hellt er yfir þá fyrir baksturinn og svo auðvitað toppaðir með kaffi og súkkulaðikremi. Ég get sagt ykkur það að meira að segja þau sem drekka ekki kaffi eru sjúk í þessa!

Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum

Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!

Eplaterta með karamellukremi og kanileplum

Þessi eplaterta er dásamlega bragðgóð, fögur og heimilisleg í senn. Þetta er kaka sem slær í gegn á veisluborðum en hentar líka einstaklega vel sem helgarkaka með góðu kaffi. Fullkomin kaka fyrir þá sem elska epli og karamellu

BBQ kjötbollur

Þessar dásamlegu bollur eru fullkomnar á smáréttahlaðborðið, í útileguna eða sem máltíð með góðu meðlæti. Það er einfalt að búa þær til og ég mæli með að þið prófið!

Linsupönnukökur

Linsupönnukökur, -vefjur, eða -flatbrauð? Hér erum við allavega með ótrúlega einfalda uppskrift af glúteinlausum pönnukökum með lauk og svörtu salti.

Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.

Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

Kókos- og bláberjaterta með mascarpone kremi

Ef þið eruð í leit að sparilegri tertu sem sómir sér vel á veisluborðinu þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hvert sem tilefnið er þá er þessi alger drottning, bæði er hún dásamlega falleg en hún smakkast einnig guðdómlega. Þessi blanda, kókos, bláber og silkimjúkt rjómaostakrem er algerlega himnesk en látið ekki blekkjast, hún virðist við fyrstu sýn í flóknari kantinum en er í raun tiltölulega einföld í gerð. Það er einnig hægt að gera hana daginn fyrir viðburð þar sem hún geymist vel í kæli.

1 2 3 41