Íslenskt

Linsupönnukökur

Linsupönnukökur, -vefjur, eða -flatbrauð? Hér erum við allavega með ótrúlega einfalda uppskrift af glúteinlausum pönnukökum með lauk og svörtu salti.

Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.

Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

Kókos- og bláberjaterta með mascarpone kremi

Ef þið eruð í leit að sparilegri tertu sem sómir sér vel á veisluborðinu þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hvert sem tilefnið er þá er þessi alger drottning, bæði er hún dásamlega falleg en hún smakkast einnig guðdómlega. Þessi blanda, kókos, bláber og silkimjúkt rjómaostakrem er algerlega himnesk en látið ekki blekkjast, hún virðist við fyrstu sýn í flóknari kantinum en er í raun tiltölulega einföld í gerð. Það er einnig hægt að gera hana daginn fyrir viðburð þar sem hún geymist vel í kæli.

Pepperoni ostasalat

Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.

Gulrótarkaka með páskaeggjum

Hér kemur uppskrift af dásamlegri gulrótarköku sem er tilvalin fyrir páskana. Cadbury eggin eru bæði falleg og bragðgóð skreyting. Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is 

Brauðréttur með kjúklingi

Heitur brauðréttur í kvöldmatinn er afar góð hugmynd! Þessi réttur er nefnilega fullkominn hvort sem það er í veisluna eða sem máltíð fyrir fjölskylduna.

Brauðterta með beikoni

Brauðtertur eru klassík sem alltaf slá í gegn. Þessi er einföld en guðdómlega ljúffeng, eggjasalat með beikoni og smjörsteikt brauðtertubrauð.

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexiÞessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar. Þessar verðið þið að prófa!
Ævintýralega góðar vegan snickers browniesAllt sem er með súkkulaði, jarðhnetum og karamellu er sjálfkrafa stórkostlegt. Þessar brownies toppa líklega allt og það sem meira er, þær eru vegan! Fyrst kemur þéttur og bragðmikill brownie botn. Ofan á hann kemur karamellan en hún er meðal annars gerð úr döðlum, hafrarjóma og hnetusmjöri. Þar næst koma salthnetur sem þrýst er aðeins ofan í karamelluna og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á. Það nær bara engri átt hvað þessar brownies eru stórkostlegar, látið ekki hugfallast þó það þurfi smávegis handavinnu til, þær eru fullkomlega þess virði.
Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu. Uppskriftin myndi teljast til hollari smákaka, er glútenlaus og laus við hvítan sykur. Hún nýtur sín kannski bara betur í mars. Möndlumjölið er allavega til núna. Þær eru ekki ofursætar en gefa þér alveg þessa “smáköku” tilfinningu. Stökkar að utan og “tjúí” að innan.
Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-& möndlusmjöEf þið farið í göngur, skíðaferðir eða stundið útivist sem útheimtir mikla orku þá er þetta fullkomið nesti fyrir ykkur! Nú eða bara ef þið eruð eins og ég, elskið hreinlega hvers kyns granóla stykki eða klatta sem pakkaðir eru af allskonar gúmmelaði og góðri næringu. Þessir klattar eru svo hrikalega góðir og einfaldir, innihalda náttúrulega sætu og eru auk þess vegan! Mitt allra uppáhalds, kókos- og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur einstakt bragð og heldur þessu öllu saman ásamt banananum. Klattana er auðveldlega hægt að frysta og taka út eftir þörfum og svo er líka hægt að skipta út fræjunum fyrir aðra tegund eða möndlunum út fyrir aðrar hnetur eða jafnvel sleppa þeim og auka magn af öðru í staðinn. Þessa uppskrift er hægt að leika sér endalaust með!
Vegan og glútenlaus sveppasósa“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð. Þetta er sveppasósa sem er létt í sér og minnir á gravy. Hún er að mestu lífræn, fyrir utan sveppina sem ég fann ekki lífræna, án aukaefna og glútenlaus. Passar vel með hnetusteik, með grænmetisbuffi, kartöflumúsinni… og ef þú spyrð krakkana mína þá má borða hana eintóma. Hveiti er oft notað í sósur til að þykkja þær en hér nota ég kjúklingabaunamjöl sem inniheldur ekki glúten en virkar eins til þykkingar. Mörgum til mikillar gleði bætir það líka próteini í sósuna.
Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cuminKasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka en ég þekki mig, ég er ekkert alltof mikið að skipuleggja langt fram í tímann og straxveikin er fljót að kikka inn ef mig langar í eitthvað. Ég komst þó ekki upp með að stytta ferlið nema niður í rúman sólarhring til að ná súra bragðinu frá gerjuninni. Til að starta og flýta fyrir gerjuninni gríp ég í góðvini mína og góðgerlana frá Probi Original. Algjörlega hlutlausir á bragðið og þægilegir í notkun. Eftir nokkrar tilraunir og margar kasjúhnetur,… þá er ég ótrúlega ánægð með þennan kasjúost sem hvarf vel ofan í afa og ömmur, vinkonur, krakka og pabba þeirra. Broddkúmenið (cumin) og zaatar gerir ostinn líka að annarskonar upplifun sem kemur á óvart. Ath uppskriftin gerir 2 vænar ostakúlur og auðvitað er hægt að helminga uppskriftina fyrir bara eina kúlu. Persónulega fannst mér blenderinn minn þó ná skemmtilegri áferð þegar ég gerði uppskriftina stærri og svo er líka bara hundleiðinlegt að gera bara eina kúlu þegar þú getur gert tvær. Fullkomið að prófa þessa uppskrift fyrir helgina og bjóða vinum í kósíkvöld.
1 2 3 41