Uppskriftir

Grilluð satay kjúklingalæri

Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!

Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

Risarækju Alfredo með beikoni og ristuðu panko raspi

Dásamlega rjómalagað pasta með safaríkum risarækjum, eldað í silkimjúkri Alfredo sósu úr rjóma, hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið fyrir bæði hversdagskvöld og veislukvöld – þessi réttur slær alltaf í gegn!

BBQ borgarar með jalapeno snakki

Sumarið er á næsta leiti og grilltíminn að hefjast. Hér kemur útfærsla af hamborgara með snakki á milli og þessi hér var algjör negla!

Cadbury kaka

Hér höfum við dásamlega köku með karamellu kremi og Cadbury Ganache

Ítalskar steikarlokur með burrata, arrabiata sósu og basiliku

Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.

Jarðarberja chia grautur

Fullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta með út í daginn og borða þegar hentar. Algjört nammi og góð næring sem klikkar ekki.

Páskadesert með marengs, hindberjum og Cadbury mini eggjum

Fljótlegur og fallegur eftirréttur sem gleður bæði auga og bragðlauk! Fullkominn fyrir páskana – allt sett í litlar skálar og toppað með Cadbury mini eggjum og bræddu hvítu súkkulaði. Þið getið keypt tilbúinn marengsbotn til að einfalda ferlið og einblínt á að njóta.

Ofnbökuð pönnukaka (Dutch Baby) með berjum

Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.

Norsk möndluterta með gulu kremi „Suksess kake“

Þessi kaka er líklega með þeim einföldustu en þær eru oftast bestar. Uppskriftin kemur frá Noregi en þar hefur hún verið með þeim vinsælli í áratugi og er tertan bökuð við öll tilefni, allt árið um kring. Hvort sem tilefnið er fínna á borð við brúðkaup og fermingar eða bara til að hafa með sunnudagskaffinu. Botninn minnir á makkarónubotn og gula kremið passar fullkomlega við möndlurnar og er alls ekki of sætt. Og þar sem ekkert hveiti er í kökunni hentar hún vel fyrir þau sem þurfa að sneiða hjá glúteni en vilja samt gera vel við sig með góðri tertusneið.

1 2 3 115