Uppskriftir

Linsupönnukökur

Linsupönnukökur, -vefjur, eða -flatbrauð? Hér erum við allavega með ótrúlega einfalda uppskrift af glúteinlausum pönnukökum með lauk og svörtu salti.

Lúxus rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni

Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni er máltíð sem hljómar flókin en er ótrúlega einföld að útbúa. Fullkomin blanda af mjúku pasta, mildri rjómasósu og humri með smá “crunch” frá beikoninu. Einfalt en algjör lúxus.

Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.

Blinis með reyktum laxi

Blinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert mál að útbúa þær líkt og hér er gert og finnst mér það að sjálfsögðu betra.

Súkkulaði bomba

Ef að þú elskar súkkulaði og ostakökur þá er þessi bomba fyrir þig. 

BBQ nachos í ofni

Hér erum við með einfalt og fljótlegt BBQ nachos, fullkomið fyrir Taco þriðjudaga. 

Grilluð satay kjúklingalæri

Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!

Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

1 2 3 115