Linsupönnukökur, -vefjur, eða -flatbrauð? Hér erum við allavega með ótrúlega einfalda uppskrift af glúteinlausum pönnukökum með lauk og svörtu salti.
Við hvetjum alla til að prófa að fá sér pulsur með bökuðum baunum, kemur á óvart.
Þessi Tex Mex kjúklinga taco pizza með lárperu, maísbaunum og kryddaðri salsasósu er fullkomin fyrir pizzakvöld með smá tvisti. Bragðmikil, litrík og ótrúlega einföld í undirbúningi.
Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni er máltíð sem hljómar flókin en er ótrúlega einföld að útbúa. Fullkomin blanda af mjúku pasta, mildri rjómasósu og humri með smá “crunch” frá beikoninu. Einfalt en algjör lúxus.
Þessi mexíkóska kínóa skál með bökuðum sætkartöflum, lárperu er bæði holl og einstaklega bragðgóð. Ferskt, litríkt og fullkomið fyrir léttan hádegisverð eða kvöldmat sem lætur manni líða vel.
Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.
Blinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert mál að útbúa þær líkt og hér er gert og finnst mér það að sjálfsögðu betra.
Þetta þarf ekki að vera flókið, heitt baguette í ofni með dýrindis pestó frá Filippo Berio getur ekki klikkað.
Ef að þú elskar súkkulaði og ostakökur þá er þessi bomba fyrir þig.
Hér erum við með einfalt og fljótlegt BBQ nachos, fullkomið fyrir Taco þriðjudaga.
Ferskur og sumarlegur pastaréttur! Sítróna og ricotta ostur er blanda sem getur ekki klikkað.
Ljúffeng og mjúk lambakóróna, marinseruð í kryddjurtum og hvítlauk, elduð þar til kjötið verður meyrt og djúsí. Borið fram með silkimjúkri, heimalagaðri bearnaise-sósu og djúpbragðmiklum balsamic sveppum – stórbrotinn réttur sem slær í gegn á öllum veisluborðum.
Litríkt og létt salat fullt af ferskleika – næringarríkt kínóa, safaríkt mangó, mjúk lárpera og djúsí grillaðar risarækjur. Toppað með ferskum kryddjurtum og léttri sítrusdressingu. Ómótstæðilegur réttur sem sameinar hollustu og einstakt bragð!
Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!
Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.