Kasjú “sýrður rjómi”

Sósur! “Hvernig sósa er þetta?” er sennilega ein af algengustu spurningunum sem ég fæ. Ég vil meina að sósan sé lykilatriði í öllum réttum og ég er að átta mig á að ég hef deilt alltof fáum sósu uppskriftum með ykkur. 

Hér er ein sem er ótrúlega einföld og kunnugleg fyrir flestum þ.e.a.s engin framandi innihaldsefni og nafnið bendir til þess hvernig má nota hana.

Passar með flest öllu og algjör “go to” sósa hjá okkur ef við gerum okkur burritoskál, einhverskonar taco eða vefju. Hún er líka góð sem ídífa fyrir grænmetisstrimla eða í raun bara frábær staðgengill fyrir hefðbundinn sýrðan rjóma. Svo er að sjálfsögðu hægt að nota hana sem sósugrunn ef þú vilt krydda hana til með laukdufti eða chili fyrir annarskonar fíling.

Grillað lambakonfekt með krömdum kartöflum & graslaukssósu

Þegar þið viljið dekra við ykkur eða bjóða í almennilega grillveislu, þá er lambakonfekt algjör lúxus – en samt ótrúlega einfalt að útbúa. Með bragðmikilli Caj P marineringu, köldu rjómaostasósunni og stökkum kartöflum af grillinu fáið þið bæði ljúffengt bragð og góða áferð í hverjum bita. Þetta slær alltaf í gegn! Best af öllu er að hægt er að undirbúa allt fyrirfram – sem gerir þetta þægilegt hvort sem þið eruð að fá gesti í mat eða að grilla úti í ferðalagi.

Epla & bananakaka með stökkum múslítoppi

Hafið þið prófað að nota múslí í bakstur? Þessi epla og bananakaka er ótrúlega bragðgóð, stútfull af góðri næringu og trefjum, inniheldur lítinn viðbættan sykur og er þar að auki vegan. Ég notaði Rapunzel múslí bæði í kökuna og stökkan toppinn og það heppnaðist virkilega vel. Hún helst lengi mjúk og er best með góðu kaffi!

Beikonvafnar kjúklingalundir með rjómaosti

Þessar lundir eru undurgóðar og má nota bæði sem máltíð eða sem bita á smáréttahlaðborð. Það er auðvitað hægt að útbúa meðlæti eins og manni lystir en rjómaosturinn og beikonið gerir bitann að mínu mati fullkominn og snakkið var frábært með.

Bananaís með vanillu

Ef það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram að vera svona geggjuð.

Ís þarf svo sannarlega ekki að vera sykraður en hér deili ég með ykkur okkar uppáhalds ís… sem má borða í morgunmat. Við gerum hann svo oft að mér finnst einhvernegin eins og allir hljóti að hafa gert sér bananaís og þar af leiðandi aldrei deilt þessari einföldu uppskrift hér áður. En hér er hún komin og á vel verðskuldað pláss á síðunni.

BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað raðað á spjótin eftir sínum óskum. Kartöflurnar eru að mínu mati ómissandi með pylsunum og svo þarf ekkert annað nema tómatsósu og sinnep með þessu!
Glútenlaus súkkulaðikaka með ekta súkkulaðikremi

Einfaldar súkkulaðikökur eru bestar og það er enn betra ef uppskriftin af þeim er auðveld og fljótleg. Það er því miður ekki hlaupið að því að fá góðar glútenlausar kökur og hvað þá finna uppskriftir sem uppfylla öll skilyrðin: Einföld, fljótleg og ljúffeng! Hráefnunum í þessa er einfaldlega hent í skál, svo hrært í með písk og skellt í ofn. Kremið er líka álíka einfalt en ég notaði í það ekta súkkulaði en það má líka alveg setja smjörkrem eða glassúr. Ef þú eða þínir þurfið að forðast glúten þá er þetta uppskrift sem þið eigið eftir að geyma og baka aftur og aftur og aftur…

Pestó spaghetti

Þetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður. 

Jarðarberja- og basil margarita

Þetta er klárlega sumarkokteillinn í ár!  Ferskur, litríkur og ómótstæðilega góður drykkur.. Fullkominn í sumarsólinni, í garðpartíum eða á björtum sumarkvöldum með góðu fólki. Blanda af sætum jarðarberjum, basilíku og klassísku margaritu bragði en samt svo mikið betri en venjuleg margarita 

BBQ kjúklingasalat með ananas, avókadó og kaldri jógúrtsósu

Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.

Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Ég hafði aldrei prófað að nota banana sem sætu í granóla fyrr en Tobba Marínós kom með granólað sitt á markaðinn. Ég segi bara takk fyrir þá hugmynd því við á mínu heimili erum bara ferlega hrifin af því. Hér er heimagert granóla í anda Granólabarsins “sem mamma ykkar vill að þið borðið”. Enginn sykur, ekkert síróp, bara strangheiðarleg lífræn hráefni og bragðlaukarnir segja “ekki hætta að narta í þetta eins og snakk”.

Öfug appelsínukaka

Hér erum við með æðislega appelsínuköku, gott að bera fram með þeyttum rjóma. 

Litríkt ostborgarasalat með heimagerðri hamborgarasósu

Hvað ef það væri hægt að fá bragðið af djúsí ostborgara en samt væri það salat? Jú, það er bara hægt og ekki nóg með það, það er fáránlega auðvelt að útbúa það og mjög fljótlegt. Sósan er ekta smassborgara sósa og er í raun það sem gerir salatið svona ótrúlega gott. Hakkið er auðvitað hægt að krydda eftir smekk en þetta er mín uppáhalds kryddblanda með þessu salati. Svo er líka hægt að skipta út grænmetinu eftir smekk en þessi samsetning er sú sem ég set á alvöru ameríska grillborgara þegar ég er í þeim gírnum.

Þetta verðið þið bara að prófa!

Dúnmjúkir sælkerasnúðar með kaffi & súkkulaðifyllingu

Snúðar í allskonar útgáfum er líklega bara með því besta bakkelsi sem fyrirfinnst. Og súkkulaði er líka best og það er fátt sem toppar góðan kaffibolla. Hér er þetta allt komið saman í mýkstu og mest djúsí snúðum sem þú getur ímyndað þér. Snúðarnir eru úr fullkomnu „brioche“ deigi, fylltir með dökkri kaffi og súkkulaðifyllingu þar sem ég nota 70% súkkulaði frá Rapunzel. Það súkkulaði er algerlega magnað í bakstur þar sem það er mjög dökkt en ekki biturt eins og margt annað svipað súkkulaði. Það sem gerir þá extra mjúka er rjóminn sem hellt er yfir þá fyrir baksturinn og svo auðvitað toppaðir með kaffi og súkkulaðikremi. Ég get sagt ykkur það að meira að segja þau sem drekka ekki kaffi eru sjúk í þessa!

Ekta ítalskt spaghettí Bolognese

Þó margir tengi spaghettí Bolognese við hversdagslega hakksósu, þá á þessi réttur rætur sínar að rekja til norður-Ítalíu þar sem „ragù alla Bolognese“ er hefðbundin kjötsósa sem þarf að sjóða hægt og með natni.

1 2 3 117