#pepperoni

Pepperoni ostasalat

Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.

Heitur brauðréttur með krönsiÞað er fátt sem toppar heita brauðrétti í veislum. Þeir eru sívinsælir og oft það fyrsta sem klárast því allir þá elska. Fermingar eru framundan og heitir réttir sniðugir í slíkar veislur og hér kemur einn sem sló heldur betur í gegn, bæði hjá ungum sem öldnum.
Pizza eðla með snakkinuHér er í raun sama aðferð notuð og í hefðbundna eðlu, bara pizzasósa í stað salsa sósu og mun meiri ostur og pepperóni.
PizzapokarPizzapokar sem krakkarnir elska að gera!