#sykur

Blúndur með súkkulaðikremiÞessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!
Múmíukökur með OREO MilkaEinstaklega bragðgóðar og krúttlegar hrekkjavöku smákökur. Þær innihalda Milka Oreo súkkulaði ásamt hvítu súkkulaði sem gerir þær svo ljúffengar. Tilvalið að útbúa með börnunum um helgina. Svo er einnig sniðugt að skella í þær fyrir jólin og þá er hægt að sleppa augunum og jafnvel gera þær minni.
Súkkulaðibitakökur með lakkrískeimSúkkulaðibitakökur eru að mínu mati bestar aðeins volgar ennþá með ískaldri mjólk, mmmmm! Það er alltaf góður tími til þess að baka góðar smákökur! Það þarf alls ekki að bíða til jóla og mér persónulega finnst best að baka eina og eina sort í einu og borða þær jafnóðum!
Oreo kúlurEinfaldar OREO kúlur sem krakkarnir elska að gera. Gott að kæla og njóta síðar.
Vanillukaka með kókos og karamellukremiVið íslendingar erum rosaleg súkkulaðiköku þjóð, mér finnst sjaldan sem boðið er upp á vanillukökur í veislum og svona. En þær eiga svo sannarlega skilið sitt pláss á veisluborðunum svo skemmtilegt að leika sér með bragðtegundirnar sem para flestar við vanillubotnana.
Hnallþóra áramótannaAlmáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.
FílakaramellubrowniesFílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.
HátíðarostakakaOstakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
1 2 3 6