#döðlur

Lífræn, ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöriTilvalin uppskrift fyrir þá sem eru á ferðinni, t.d. í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9 árum síðan! Það er hægt að skipta út hráefnum eftir því hvað er til og smekk hvers og eins ef þið gætið bara að því að halda hlutföllunum réttum. Öll hráefnin eru bæði lífræn og vegan frá Rapunzel.
Lífrænar hindberjakúlurLjúffengar og lífrænar hindberjakúlur sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt!
Ofurfljótlegt lífrænt pönnumúslíMúslí útbúið að pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara. Í þessa uppskrift nota ég lífrænar vörur frá Rapunzel.
Litlar döðlukökur með karamellusósuÞessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Kökurnar eru vinsæll eftirréttur á Englandi þar sem þær kallast Sticky Toffee Pudding en þær eru svo mjúkar og djúsí að þær bráðna upp í manni. Þær eru svo bornar fram með himneskri karamellusósu úr Werther’s karamellum.
CarobkúlurEinföld uppskrift að carobkúlum en það er geggjað að eiga svona orkukúlur í ísskápnum eða frystinum.
Kínóasalat með grænkáli og ólífumAlveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjómaÞessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.
Kremað kókos dahlDásamlega kremuð og bragðgóð uppskrift að kókos dahl, þar sem rauðar linsur, ilmríkar kryddjurtir og mjúk kókosmjólk sameinast í fullkomnu jafnvægi. Með ferskum kóríander og kreistum sítrónusafa er þessi réttur bæði hlýjandi og ljúffengur fyrir sálina.
Fylltar konfektdöðlur með möndlu- & kókossmjöriÞað er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.
1 2