#hunt's

BBQ kjúklingaborgariKlassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
BBQ Taquitos með ranch sósu og ferskum maísStökkar taquitos fylltar með rifnum kjúklingi í BBQ sósu og rifnum osti, bornar fram með heimagerðri ranch sósu og ferskum maís. En hey, ekki láta fjölda á kryddum í sósunni stoppa þig! Hún er alveg sjúklega góð og það er mjög gott að nota þurrkað krydd í stað fersku kryddjurtanna eða þið getið sleppt einhverjum kryddum sem þið fílið ekki.
BBQ kjúklingaleggir og maísrifÞað kunna flestir að meta eitthvað einfalt og gott á grillið. Hér höfum við eina slíka uppskrift og kjúklingaleggir með bbq eru auðvitað eitthvað sem flestir elska!
Nautapottréttur í rauðvínssósuKósý vetraruppskriftir klikka seint og alltaf gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Það er óhætt að segja þetta sé sannkölluð fjölskyldumáltíð sem allir kunna að meta.
HeimilisbakaSælkerabaka með kartöflumús, hakkfyllingu og smjördeigi.
Ljúffeng humarsúpaKlassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
Partýbakki fyrir HrekkjavökunaHér eru á ferðinni uppskriftir og hugmyndir sem allir ættu að ráða við að gera, svo lengi sem þeir hafa smá þolinmæði og nennu fyrir því að raða fallega saman. Hér er bæði snarl sem er matarkyns, grænmeti og ávextir í bland við kex, snakk og sælgæti þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
1 2 3 7