#majónes

Pepperoni ostasalat

Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.

BLT samloka með kjúklingi, osti og BBQ sósu

Það er eitthvað við stökkt brauð, bráðinn ost, safaríkan kjúkling og stökkt beikon sem er ómótstæðilegt! Þessi BLT samloka er næsta skref upp frá klassíkinni – með tvöföldum osti, Heinz BBQ sósu og Heinz majónesi sem lyftir þessu á annað level.

Hátíðlegt waldorf salat sem passar með ölluFyrir marga er algerlega ómissandi að hafa waldorf salat með jólamatnum. Þá skiptir ekki öllu hvort aðalrétturinn er hamborgarhryggur, kalkúnn eða hnetusteik. Stökk, fersk eplin ásamt selleríi, vínberjum og hnetum fara þó sérstaklega vel með þyngri steikum og bragðmiklum aðalréttum og þannig verður til einhver samsetning sem erfitt er að toppa. Það er auðvitað ekki verra að það ótrúlega auðvelt að skella í salatið og það er snjallt að útbúa það daginn áður en á að bera það fram til að spara tíma. Við það verður það meira að segja enn betra!
Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauðiÞað er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!
Kalt pasta með kjúkling og grænmetiKalt pasta hentar ofurvel í nesti fyrir ýmis tilefni, í útileguna eða bara sem máltíð heima fyrir! Þetta hér er einfalt og ljúffengt og ég mæli með að þið prófið!
BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalatÞað er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.
FiskborgariFiskborgari fyrir 4 manns sem verður í boði á Fiskideginum Mikla 2023 á Dalvík.
Big Mac TacosÞetta er geggjað gott og líka alls ekki flókið! Bara útbúa sósuna fyrst og þá er restin leikur einn!
Pastasalat með ferskum mais, tómötum og kjúklingEinfalt og gómsætt kalt pastasalat með ferskum maís, fusilli pasta, tómötum, kjúklingi og fetaosti. Rétturinn er einnig ljúfur í veislum en þá er sniðugt að sleppa avókadó eða bæta því við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Mælum með að bera þetta fram með ísköldu rósavíni.
Vaffla með laxiHrísgrjónavaffla með marineruðum laxi og majónesi. Frábær forréttur eða smáréttur með japönskum mat.
Lambahamborgari

Gómsætur lambahamborgari með spældu eggi og rauðlaukssultu.

1 2 3 7