Þegar þið viljið dekra við ykkur eða bjóða í almennilega grillveislu, þá er lambakonfekt algjör lúxus – en samt ótrúlega einfalt að útbúa. Með bragðmikilli Caj P marineringu, köldu rjómaostasósunni og stökkum kartöflum af grillinu fáið þið bæði ljúffengt bragð og góða áferð í hverjum bita. Þetta slær alltaf í gegn! Best af öllu er að hægt er að undirbúa allt fyrirfram – sem gerir þetta þægilegt hvort sem þið eruð að fá gesti í mat eða að grilla úti í ferðalagi.