Bökuð marmara súkkulaðiostakaka með rjómakremiBakaðar ostakökur minna mig alltaf á Bandaríkin enda er töluvert algengara að ostakökur þar séu af þeirri gerðinni. Innihaldið er töluvert frábrugðið þeim sem við þekkjum kannski betur sem eru þá gjarnan með matarlími og án eggja.
Bragðið er algerlega himneskt og áferðin silkimjúk. Súkkulaðikexið passar sérstaklega vel með fyllingunni og rjómakremið fullkomnar svo verkið.
Það er hins vegar smávegis kúnst að baka svona ostakökur en ef nokkur atriði eru höfð í huga er það lítið sem ekkert mál. Passa þarf að nota smelluform sem er síðan klætt vel með plastfilmu og álpappír svo ekkert vatn komist inn í formið en best er að baka þær í vatnsbaði. Smá vesen en fullkomlega þess virði. Þær geymast nefnilega líka svo vel í kæli og ekkert mál að frysta þær.Hátíðlegur kaffi & saltkaramellu desertÞað er bæði fallegt og þægilegt að bera fram eftirrétti í fallegum glösum. Hvers kyns osta- og skyrkökur eru sérlega einfaldar og sparilegar í slíkum búningi. Ég ákvað hérna að skeyta saman tiramisu fyllingu saman við saltkaramellukex sem bleytt var upp í með sterku kaffi og heimagerða saltkaramellu. Kaffi og karamella fara svona óskaplega vel saman og þessi eftirréttur er fullkominn endir á veislumáltíð. Hægt er að gera hann með góðum fyrirvara sem einfaldar matarboðið til muna. Þessi mun sannarlega slá í gegn um áramótin!Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókosKókos og hvítt súkkulaði er ein af mínum uppáhalds bragðsamsetningum (er það ekki annars orð?) og ef við gerum ostaköku þar sem kókos og hvítt súkkulaði er í aðalhlutverki, hvað gæti þá mögulega klikkað? Alls ekkert ef þú spyrð mig!
Ég bæti ekki sætu við fyllinguna né í botninn en mér fannst það alger óþarfi. Hvíta súkkulaðið sér alveg um að halda sætunni uppi. Fyllingin er silkimjúk og að ásettu ráði setti ég heldur ekki matarlím í hana en það má alveg bæta því við ef þið viljið hafa kökuna alveg stífa. Það er áberandi gott kókosbragð af henni en alls ekki of yfirþyrmandi. Kókoskexið sem ég nota í botninn er algerlega stórkostlegt í ostakökur og þið verðið sannarlega ekki svikin af þessari.
Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramelluÞað er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!Hrökkkex með karrý & epla kjúklingabaunasalatiGlútenlausa hrökkkexið frá Nairn‘s er alveg nýtt uppáhald hjá mér en það stökkt og létt í sér og passar ljómandi vel með allskonar góðum salötum og ostum. Það hentar sérlega vel þeim sem þurfa að sneiða hjá glúteni og óhætt er fyrir fólk með celiac sjúkdóm að njóta þess. Hrökkkexið er líka vegan og mig langaði að prófa að gera eitthvað djúsí vegan salat til að bera fram með því. Kjúklingabauna salatið kemur alveg ótrúlega á óvart og mæli eindregið með því að prófa þetta saman. Stórgott millimál eða sem léttur hádegismatur. Litlar ostakökur í glasi með hafrasúkkulaðikexi, jarðaberjum og vanilluÉg elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the ...
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.