Þetta er klárlega sumarkokteillinn í ár! Ferskur, litríkur og ómótstæðilega góður drykkur.. Fullkominn í sumarsólinni, í garðpartíum eða á björtum sumarkvöldum með góðu fólki. Blanda af sætum jarðarberjum, basilíku og klassísku margaritu bragði en samt svo mikið betri en venjuleg margarita
Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.
Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Fullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta með út í daginn og borða þegar hentar. Algjört nammi og góð næring sem klikkar ekki.