#lime

Jóla cosmoNýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.
BBQ svínarif með sumarsalsaÞrátt fyrir að veðrið þessa dagana minni fremur á haust en sumar víða á landinu má alltaf elda sumarlegan mat og fá með því sól í hjarta! Þessi réttur er sannarlega einn af þeim og þessi rif eru þau allra bestu!
Tacos með BBQ bleikju & mangósalsaFiskur þarf sko alls ekki að vera leiðinlegur og hér kemur bleikja í afar góðum búningi. Ljúffengt taco með BBQ bleikju, mangósalsa, sýrðum rjóma með jalapeno Tabasco, vorlauk og sesamfræjum.
Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu tobleroneRababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!
Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósuÞessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð.
Grillað lambalæriGrillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!
Quesadilla hringurFylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.
Kremað kókos dahlDásamlega kremuð og bragðgóð uppskrift að kókos dahl, þar sem rauðar linsur, ilmríkar kryddjurtir og mjúk kókosmjólk sameinast í fullkomnu jafnvægi. Með ferskum kóríander og kreistum sítrónusafa er þessi réttur bæði hlýjandi og ljúffengur fyrir sálina.
1 2