#smjör

Grillaðar samlokurHér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata, jalapeno ásamt cheddar-og havarti ost. Nammii! Ég kaupi nánast alltaf þessa sósu þegar við grillum hamborgara en hún er alveg jafn góð á svona djúsí samlokur. Mæli með að bera fram með óáfengum Corona bjór, hann er virkilega góður.
Humarspaghetti í sítrónusósuHér er á ferðinni léttur og undursamlegur pastaréttur sem var skemmtileg tilbreyting frá því sem ég er vön að gera! Kalt hvítvín frá Muga passar síðan einstaklega vel með þessari máltíð!
Lambahamborgari

Gómsætur lambahamborgari með spældu eggi og rauðlaukssultu.

Maríneraður steiktur fiskur með bræddu hvítlaukssmjöriÞessi fiskréttur er afar góður ef þið eruð að leita eftir tilbreytingu frá hefðbundnum steiktum fiski. Rétturinn er í senn bragðmikill og auðveldur að gera. En galdurinn hér er að marínera fiskinn í Caj P hvítlauks grillolíu. Því lengur því betra, en ég hef hann stundum alveg yfir nótt eða frá morgni til kvöldmats í maríneringunni. Best er að leyfa fiskinum að marínerast allavega í 2-4 tíma.
SúkkulaðisamlokurVirkilega skemmtileg og öðruvísi „smákaka“ sem er í raun brownie kaka með súkkulaði- og heslihnetukremi, NAMM með stóru N-i!
Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrjuBrauðið tekur enga stund að gera og er þetta alveg tilvalið fyrir krakka jafnt sem fullorðna sem dögurður (brunch) eða bara þess vegna með kaffinu. Útkoman er dásamleg, ég meina hvað getur klikkað þegar Churros og French Toast eignast afkvæmi? Akkurat ekki neitt.
Blúndur með súkkulaðikremiÞessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!
1 2 3 11