Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basilikuVið höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn.
Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl.
Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði. Indverskur sætkartöflu- og blómkáls baunapottréttur með hýðishrísgrjónum – veganÞað er bara komið að því, haustið handan við hornið, skólarnir að byrja og rútínan að taka við. Einhverjir dusta rykið af löngu gleymdum áramótaheitum og vetrarmaturinn fer hægt og rólega að taka yfir létt salöt og grillrétti.
Pottréttir eins og þessi eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ekki bara af því að hann er ótrúlega bragðgóður og eldar sig næstum sjálfur, heldur er þetta alveg ótrúlega ódýr réttur, næringarríkur og passar akkúrat inn í kjötlausu dagana þar sem hann er vegan. Ég tók reyndar saman hvað innihaldsefnin gætu kostað og í allan réttinn gæti það verið um 1500 krónur og þá er ennþá afgangur af nokkrum innihaldsefnum. Mér reiknast til að skammtarnir séu um 8 og er þetta því líklega með hagkvæmustu kostum sem hægt er að bjóða upp á í kvöldmat. Að auki frystist hann mjög vel og upplagt að setja afganga í frysti og taka síðar með í nesti. Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum. Fyrir einhverjum mánuðum fór ég að leita leiða til að spara í mat og það að elda úr baunum er sennilega besta sparnaðartipsið sem ég get gefið ykkur þegar það kemur að því að eyða minna í mat án þess að það komi niður á gæði næringar.
Ég fór að leggja kjúklingabaunir í bleyti og óvart varð til vikuleg rútína sem sparaði okkur matarkostnað, einfaldaði lífið og á sama tíma skapaði tilhlökkun hjá bragðlaukunum.
Ég legg 500gr af þurrum kjúklingabaunum í bleyti og nota hluta af þeim til að búa til falafel, restina síð ég og nota þá hluta fyrir hummus og svo verður yfirleitt afgangur en það er breytilegt hvað verður úr þeim. Stundum geymi ég afgangsbaunirnar til að steikja á pönnu og toppa salat eða súpur með, stundum geri ég kjúklingabaunasalat sem er vinsælt í nestissamlokur í skólann, en þær hafa líka ratað í orkukúlur sem var alls ekki vitlaus hugmynd. Við hreinlega elskum kjúklingabaunir og möguleikana sem þær bjóða uppá.
Uppskriftin geriri ráð fyrir að þið eigið matvinnsluvél.Saag Aloo – bragðgóður indverskur grænmetisrétturSaag Aloo hefur verið einn af mínum uppáhalds indversku réttum í mörg ár. Oft nota ég þennan rétt sem meðlæti en hann stendur algerlega einn og sér sem létt máltíð. Kartöflur, spínat og tómatar sem eldaðir eru með góðum kryddum af alúð og natni, það er bara fátt sem toppar það.
Ég ber réttinn yfirleitt fram með naan brauði eða pappadums og mango chutney. Það er ótrúlega auðvelt að græja pappadums heima en ég nota þá kökurnar frá Patak‘s. Gott lag af olíu er sett á pönnu og hver kaka er steikt í nokkrar sekúndur. Það tekur enga stund og svo skemmtilegt að bera fram með indverskum mat og alls kyns mauki og sósum. Þennan verðið þið að prófa!LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum. Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjumÞetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.
Ég myndi segja að þetta salat væri hið fullkomna “post workout” salat… það væri nú skemmtilegt að sjá það verða mainstream að fá sér salat eftir æfingu! Nánar um það afhverju basísk prótein eru góð eftir æfingu í story.
Ef þú ert hrædd/ur um að þú finnir moldarbragð af rauðrófunum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, engifer-sesamdressingin og ristuðu sesamfræin sjá um að láta það hverfa. Salatið er fullkomið sem hliðarsalat með hvaða rétti sem er, sem hluti af salati eða skemmtileg viðbót við núðluréttinn…. svo má líka bara borða það eitt og sér eins og ég gerði eftir þessa myndatöku.Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflumÁrstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt.
Hér erum við með algjöran hversdagspottrétt og algjör bónus að hráefnið er ódýrt, mettandi og að sjálfsögðu nærandi sem kannski skiptir öllu máli. Það sem skemmtilegra er að grunnuppskriftin býður uppá breytilega krydd möguleika. Hér erum við með sæt indversk krydd en kartöflur, hvítlaukur og steinselja passa líka einstaklega vel við grísk eða ítölsk krydd svo ég mæli með að prófa sig áfram eftir skapi dagsins og leika sér aðeins með krydd.
Er uppskriftin barnvæn? Þegar það kemur að mat þá er “barnvænt” mjög afstætt hugtak. Á mínu heimili er hún það, hver veit nema hún sé það líka á þínu heimili.
Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi. Grænu lífrænu linsurnar frá Rapunzel halda formi sínu við suðu svo þær eru líka frábærar í t.d. kalt linsusalat, einnig er hægt að spíra þær!Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru tilbúnir!Trufflu RisottoFullkomið sælkerarisotto með trufflum og parmesanosti.Spaghetti með sveppum og spínatiGuðdómlegt spaghetti í rjómalagaðri sósu með sveppum og spínatiHollar lakkrís- & sítrónukúlurMér ber skylda að vara ykkur við þessum kúlum….. því þær eru einfaldlega ávanabindandi. Þetta eru þær allra bestu kúlur sem ég hef nokkurntíman smakkað en ég er líka veik fyrir lakkrís. Þessar urðu til í september í fyrra þegar ég var að reyna að brjóta ákveðið venjumynstur þar sem ég leitaði mikið í sykur á kvöldin. Þessar uppfylltu allar mínar óskir og fullnægðu sykurþörfinni 100%. Mögulega gerði ég þessar kúlur í hverri viku í …. segjum bara langt tímabil. Svo ef þú ert á sama stað og ég var og langar að finna hollari kost til að grípa í yfir netflix þá mæli ég með að prófa þessar.
Þær slógu líka í gegn í afmælinu mínu en ég ákvað að halda lítið sykurlaust afmæli fyrir nánustu fjölskyldu og bauð uppá súrdeigsbrauð & álegg, fullt af ávöxtum og nokkrar tegundir af svona hollustu nammikúlum. Það besta var mögulega að krakkarnir fengu að njóta allra veitinganna og öllum leið vel á eftir.Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjumJólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capersBleikur hummus úr hvítum baunum, með rauðrófu og capers borinn fram með hinum litum regnbogans.
Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka.
Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi, útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.Cacio a pepe með smá twisti eða spagettí með piparpecorino smjörbolluCacio a pepe er rammítalskur spagettíréttur sem er venjulega gerður með olíu, pecorino osti og pipar. Þessi réttur er afar einfaldur og tekur enga stund að gera. Ég mæli með því að hafa hvítlauksbrauð og ferskt salat með honum til að fá smá ferskleika með smjörbragðinu. Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjóHollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the ...
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.