Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Fullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta með út í daginn og borða þegar hentar. Algjört nammi og góð næring sem klikkar ekki.
Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.
Það er eitthvað við stökkt brauð, bráðinn ost, safaríkan kjúkling og stökkt beikon sem er ómótstæðilegt! Þessi BLT samloka er næsta skref upp frá klassíkinni – með tvöföldum osti, Heinz BBQ sósu og Heinz majónesi sem lyftir þessu á annað level.