Hvað ef það væri hægt að fá bragðið af djúsí ostborgara en samt væri það salat? Jú, það er bara hægt og ekki nóg með það, það er fáránlega auðvelt að útbúa það og mjög fljótlegt. Sósan er ekta smassborgara sósa og er í raun það sem gerir salatið svona ótrúlega gott. Hakkið er auðvitað hægt að krydda eftir smekk en þetta er mín uppáhalds kryddblanda með þessu salati. Svo er líka hægt að skipta út grænmetinu eftir smekk en þessi samsetning er sú sem ég set á alvöru ameríska grillborgara þegar ég er í þeim gírnum.
Þetta verðið þið bara að prófa!
Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.
Litríkt og létt salat fullt af ferskleika – næringarríkt kínóa, safaríkt mangó, mjúk lárpera og djúsí grillaðar risarækjur. Toppað með ferskum kryddjurtum og léttri sítrusdressingu. Ómótstæðilegur réttur sem sameinar hollustu og einstakt bragð!
Létt og ferskt salat með grilluðum kjúklingi, silkimjúku avocado og stökkum grænmeti. Toppað með frískandi hunangs-lime sósu sem gefur réttinum einstakt bragð.
Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.