#hvítttoblerone

Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu tobleroneRababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!