#kjúklingur

BLT samloka með kjúklingi, osti og BBQ sósu

Það er eitthvað við stökkt brauð, bráðinn ost, safaríkan kjúkling og stökkt beikon sem er ómótstæðilegt! Þessi BLT samloka er næsta skref upp frá klassíkinni – með tvöföldum osti, Heinz BBQ sósu og Heinz majónesi sem lyftir þessu á annað level.

Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur með köldum bjór.
Kalt pasta með kjúkling og grænmetiKalt pasta hentar ofurvel í nesti fyrir ýmis tilefni, í útileguna eða bara sem máltíð heima fyrir! Þetta hér er einfalt og ljúffengt og ég mæli með að þið prófið!
Djúpsteiktar kjúklingalundir með sinnepssósuÞað er þannig með allt sem er djúpsteikt að það er auðvitað guðdómlegt. Sinnepssósan passar undurvel með þessu og nú mæli ég með því að þið prófið! Þessi réttur getur síðan ýmist verið snarl með góðum leik eða sem kvöldmatur, hádegismatur eða hvað sem ykkur dettur í hug!
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa að breyta aðeins út af vananum með hefðbundið pasta. Ef þetta er ekki ekta kósýmatur þá veit ég ekki hvað!
SumarvefjurGrillaður BBQ kjúklingur í vefju með ísköldum bjór er sannarlega sumarið uppmálað!
Shawarma kjúklingaskál með krydduðum hrísgrjónum og Turkish style hvítlaukssósuInnblásturinn að þessum ljúffengu Shawarma kjúklingaskálum er fenginn frá skyndibitakeðjunni Halal guys sem rekur staði og vagna í New York. Þar myndast langar raðir daglega þar sem fólk bíður þess að fá vel kryddaðan kjúkling og gul hrísgrjón með hvítlauksósu og salati. Þeir hugrökkustu biðja um extra rauða sósu, en hún er svakalega sterk!
Tikka masala vefjurHér kemur uppskrift að vefjum með osti og kjúklingi í Tikka masala sósu bornar fram með sætkartöflufrönskum, mango chutney sósu og fersku salati.
Þegar þú blikkar kjúklingasamlokanÞessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Tacos með madras kjúklingiHér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.
Pizza með buffalo kjúklingiGríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.
1 2 3 12