Það er eitthvað við stökkt brauð, bráðinn ost, safaríkan kjúkling og stökkt beikon sem er ómótstæðilegt! Þessi BLT samloka er næsta skref upp frá klassíkinni – með tvöföldum osti, Heinz BBQ sósu og Heinz majónesi sem lyftir þessu á annað level.
Það er fátt sem toppar góðan kjúklingarétt sem ilmar af ferskum kryddjurtum. Þessi réttur sameinar safaríkan kjúkling með ilm af rósmaríni, sætar kartöflur og silkimjúka sveppasósu sem fullkomnar máltíðina.