#kjúklingakraftur

Kjúklingaréttur í ofniHér er á ferðinni ekta hversdagsmatur sem allir í fjölskyldunni elska. Það er alltaf svo gott þegar hægt er að setja allt í eitt fat til að hita í ofni, þá er hægt að ganga frá og leggja á borð á meðan það eldast.
Ljúffeng humarsúpaKlassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
Kjúklingasúpa saumaklúbbsinsÞessi súpa er einstaklega bragðgóð og matarmikil. Uppskriftin er frekar stór og hentar þessi súpa því vel fyrir hittinga en við fjölskyldan gerum hana þó reglulega bara fyrir okkur og þá dugar hún í tvo daga.
Sweet chili kjúklingasúpaÞað eru svo margir kostir við að útbúa góða súpu. Þær má frysta, þær eru fljótlegar í gerð, hollar og mettandi, hagkvæmar og gott að bjóða uppá súpu þegar margir eru í mat. Ég mæli svo mikið með þessari dásemd!
1 2