Drykkir

MargaritaMargarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita þekkt sem hið besta eldsneyti fyrir hvers kyns mannfagnaði. Í reynd er þó verið að vísa til konunnar sem drykkurinn heitir eftir, því hún var sannarlega til. Hún hét Margaret Sames, kölluð Margarita. Ótal útfærslur eru til af þessum klassíska kokteil þar sem bragðið er tekið í hinar og þessar áttir, en eitt eiga alvöru Margaritur sameiginlegt: Cointreau. Hin þrjú innihaldsefnin – ljóst tequila, lime-safi og salt á glasabarminn – eru hlutir sem hægt er að leika sér með og útfæra á ýmsa vegu, en enginn skyldi hrófla við kjarna málsins, hinum víðfræga franska appelsínulíkjör. Cointreau hefur ótvíræð áhrif á þau hanastél sem hann er blandaður í, og Margarita verður í senn ferskari á bragðið, bragðmeiri og í betra jafnvægi milli sætu og sýrni. Hinn frískandi appelsínukeimur Cointreau gefur ávaxtatón sem engin leið er að fá annars staðar frá. Frú Margaret Sames áttaði sig fljótlega á þessu lykilatriði og til er fræg tilvitnun þar sem hún segir: „Margarita án Cointreau er ekki saltsins virði.“
Pornstar MartiniUpplifðu suðræna bragðsprengju með þessum klassíska kokteil! Pornstar Martini með Passoã líkjöri sem sameinar ferskleika og sætleika í fullkomnu jafnvægi.
Jóla Cosmo 75Ljúffengur jólakokteill með heimagerðu trönuberjasírópi 🎄✨ Heimagerða trönuberjasírópið lyftir þessum drykk á annað level og er líka hægt að nota í aðra drykki eða jafnvel á eftirrétti. Þetta er kokteill sem er ferskur, jólalegur og með smá freyðandi lúxus.
HindberjakokteillÞetta er sumardrykkurinn í ár! Einfaldur og bragðgóður með ljúffengri froðu og hindberjabragði. Hann inniheldur Cointreau, fersk hindber, lime, eggjahvítu, sódavatn og klaka.
Jóla cosmoNýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.
Irish coffeeEf það er eitthvað sem er snilld yfir vetrarmánuðina þá er það þessi dásamlegi drykkur!
Hátíðar Irish CoffeeÞað er eitthvað svo notalegt að fá sér heitan og ljúffengan drykk í skammdeginu þegar farið er að kólna úti. Irish coffee er þá sannarlega viðeigandi. Hér kemur uppskrift að slíkum drykk í hátíðarbúningi þar sem notað er Fireball whiskey líkjör með heitu kanilbragði sem gerir drykkinn svo einstaklega ljúfan.
Espresso súkkulaði MartiniÞað er gaman að leika sér með mismunandi líkjöra fyrir Espresso Martini drykk. Hér er blanda af súkkulaðilíkjöri og sýrópi saman við kaffi og vodka og útkoman er æðisleg!
Hrekkjavöku kokteill – Brómberja MargaritaHvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni.
1 2