Hvað ef það væri hægt að fá bragðið af djúsí ostborgara en samt væri það salat? Jú, það er bara hægt og ekki nóg með það, það er fáránlega auðvelt að útbúa það og mjög fljótlegt. Sósan er ekta smassborgara sósa og er í raun það sem gerir salatið svona ótrúlega gott. Hakkið er auðvitað hægt að krydda eftir smekk en þetta er mín uppáhalds kryddblanda með þessu salati. Svo er líka hægt að skipta út grænmetinu eftir smekk en þessi samsetning er sú sem ég set á alvöru ameríska grillborgara þegar ég er í þeim gírnum.
Þetta verðið þið bara að prófa!
Þessar dásamlegu bollur eru fullkomnar á smáréttahlaðborðið, í útileguna eða sem máltíð með góðu meðlæti. Það er einfalt að búa þær til og ég mæli með að þið prófið!
Við hvetjum alla til að prófa að fá sér pulsur með bökuðum baunum, kemur á óvart.
Ljúffeng og mjúk lambakóróna, marinseruð í kryddjurtum og hvítlauk, elduð þar til kjötið verður meyrt og djúsí. Borið fram með silkimjúkri, heimalagaðri bearnaise-sósu og djúpbragðmiklum balsamic sveppum – stórbrotinn réttur sem slær í gegn á öllum veisluborðum.
Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Sous vide ungnauta framfille með koníaks- grænpiparsósu, sannkölluð veisla á diskinn þinn.
Ég gerði marineringuna frá grunni, naan brauðið og raita jógúrtsósuna en sósan sem lambakjötið fer í er keypt tilbúin. Ég bragðbætti hana örlítið eftir eigin smekk en þess þarf auðvitað ekkert, en það er svo skemmtilegt. Lambakjötið er úrbeinað læri sem ég skar síðan í bita og marineraði í jógúrtmarineringu. Þræddi bitana upp á spjót og grillaði. Setti sósuna í pott og bragðbætti örlítið og setti tilbúið lambakjötið í sósuna. Naan brauðið er það allra besta með þessum rétti og saffran grjónin og jógúrt sósan setja punktinn yfir i-ið.
Það er bæði einfalt og ódýrt að grilla kjúklingaleggi og ég þori að fullyrða að þessi uppskrift sé ein af þeim betri. Ég ákvað að snyrta leggina og útbúa „lollipop“ eða sleikjó skurð á þeim, en þá er húðin af leggunum skorin frá og kjötinu þrýst niður þannig að leggurinn minnir helst á sleikjó. Ég marineraði leggina í smá stund áður en ég grillaði þá og penslaði svo extra tandoori sósu á þá. Meðlætið voru basmati hrísgrjón og tandoori sósa til að dýfa leggjunum í. Gæti ekki verið þægilegra!