Þetta er klárlega sumarkokteillinn í ár! Ferskur, litríkur og ómótstæðilega góður drykkur.. Fullkominn í sumarsólinni, í garðpartíum eða á björtum sumarkvöldum með góðu fólki. Blanda af sætum jarðarberjum, basilíku og klassísku margaritu bragði en samt svo mikið betri en venjuleg margarita
Við elskum ferskt guacamole og hér höfum við örlítið sterkari útgáfu af dásamlegu guacamole!
Þessi Tex Mex kjúklinga taco pizza með lárperu, maísbaunum og kryddaðri salsasósu er fullkomin fyrir pizzakvöld með smá tvisti. Bragðmikil, litrík og ótrúlega einföld í undirbúningi.
Þessi mexíkóska kínóa skál með bökuðum sætkartöflum, lárperu er bæði holl og einstaklega bragðgóð. Ferskt, litríkt og fullkomið fyrir léttan hádegisverð eða kvöldmat sem lætur manni líða vel.
Hér erum við með einfalt og fljótlegt BBQ nachos, fullkomið fyrir Taco þriðjudaga.