fbpx

Hátíðleg hindberja ostakaka

Hvítsúkkulaði ostakaka, kexbotn með kanilkeim og fersk hindber eru klárlega góð blanda!

Magn8 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 200 g Lu Bastogne kex
 70 g smjörbrætt
Ostakökufylling
 400 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 120 g sykur
 50 g flórsykur
 3 gelatínblöð (+ 50 ml vatn)
 2 tsk Torsleffs vanillusykur
 200 g hvítt Tobleronebrætt
 200 ml rjómiþeyttur
 150 g Driscolls hindberstöppuð
Skreyting
 200 g Driscolls hindber
 Smá flórsykur

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið smjörpappír í botninn á 18-20 cm smelluformi.

2

Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til það er orðið að kexdufti.

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið í botninn á smelluforminu, ýtið smá blöndu aðeins upp kantana.

4

Setjið í kæli á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

Ostakökufylling
5

Leggið gelatínblöðin í skál með köldu vatni í um 10 mínútur. Sjóðið 50 ml af vatni í potti og vindið eitt og eitt gelatínblað upp úr kalda vatninu og blandið saman við það heita. Hrærið vel þar til þau eru öll uppleyst. Hellið í aðra skál og leyfið blöndunni að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.

6

Þeytið saman rjómaost, sykur og flórsykur í nokkrar mínútur.

7

Bætið vanillusykri og bræddu Toblerone saman við og næst gelatínblöndunni í mjórri bunu.

8

Næst má vefja rjómanum saman við með sleikju og að lokum stöppuðum hindberjunum. Því lengur sem þið hrærið hindberjunum saman við blönduna, því bleikari tónn verður á kökunni. Hér er aðeins búið að blanda þeim örstutta stund saman við og því er kakan mikið hvít í grunninn.

9

Hellið blöndunni í smelluformið ofan á kexbotninn og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.

10

Rennið síðan hníf meðfram henni að innan áður en þið smellið hringnum af henni.

Skreyting
11

Raðið berjum á miðja kökuna og sigtið smá flórsykur yfir þau til að búa til „snjó“.


DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 200 g Lu Bastogne kex
 70 g smjörbrætt
Ostakökufylling
 400 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 120 g sykur
 50 g flórsykur
 3 gelatínblöð (+ 50 ml vatn)
 2 tsk Torsleffs vanillusykur
 200 g hvítt Tobleronebrætt
 200 ml rjómiþeyttur
 150 g Driscolls hindberstöppuð
Skreyting
 200 g Driscolls hindber
 Smá flórsykur

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið smjörpappír í botninn á 18-20 cm smelluformi.

2

Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til það er orðið að kexdufti.

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið í botninn á smelluforminu, ýtið smá blöndu aðeins upp kantana.

4

Setjið í kæli á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

Ostakökufylling
5

Leggið gelatínblöðin í skál með köldu vatni í um 10 mínútur. Sjóðið 50 ml af vatni í potti og vindið eitt og eitt gelatínblað upp úr kalda vatninu og blandið saman við það heita. Hrærið vel þar til þau eru öll uppleyst. Hellið í aðra skál og leyfið blöndunni að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.

6

Þeytið saman rjómaost, sykur og flórsykur í nokkrar mínútur.

7

Bætið vanillusykri og bræddu Toblerone saman við og næst gelatínblöndunni í mjórri bunu.

8

Næst má vefja rjómanum saman við með sleikju og að lokum stöppuðum hindberjunum. Því lengur sem þið hrærið hindberjunum saman við blönduna, því bleikari tónn verður á kökunni. Hér er aðeins búið að blanda þeim örstutta stund saman við og því er kakan mikið hvít í grunninn.

9

Hellið blöndunni í smelluformið ofan á kexbotninn og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.

10

Rennið síðan hníf meðfram henni að innan áður en þið smellið hringnum af henni.

Skreyting
11

Raðið berjum á miðja kökuna og sigtið smá flórsykur yfir þau til að búa til „snjó“.

Hátíðleg hindberja ostakaka

Aðrar spennandi uppskriftir