fbpx

Hátíðleg hindberja ostakaka

Hvítsúkkulaði ostakaka, kexbotn með kanilkeim og fersk hindber eru klárlega góð blanda!

Magn8 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 200 g Lu Bastogne kex
 70 g smjörbrætt
Ostakökufylling
 400 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 120 g sykur
 50 g flórsykur
 3 gelatínblöð (+ 50 ml vatn)
 2 tsk Torsleffs vanillusykur
 200 g hvítt Tobleronebrætt
 200 ml rjómiþeyttur
 150 g Driscolls hindberstöppuð
Skreyting
 200 g Driscolls hindber
 Smá flórsykur

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið smjörpappír í botninn á 18-20 cm smelluformi.

2

Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til það er orðið að kexdufti.

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið í botninn á smelluforminu, ýtið smá blöndu aðeins upp kantana.

4

Setjið í kæli á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

Ostakökufylling
5

Leggið gelatínblöðin í skál með köldu vatni í um 10 mínútur. Sjóðið 50 ml af vatni í potti og vindið eitt og eitt gelatínblað upp úr kalda vatninu og blandið saman við það heita. Hrærið vel þar til þau eru öll uppleyst. Hellið í aðra skál og leyfið blöndunni að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.

6

Þeytið saman rjómaost, sykur og flórsykur í nokkrar mínútur.

7

Bætið vanillusykri og bræddu Toblerone saman við og næst gelatínblöndunni í mjórri bunu.

8

Næst má vefja rjómanum saman við með sleikju og að lokum stöppuðum hindberjunum. Því lengur sem þið hrærið hindberjunum saman við blönduna, því bleikari tónn verður á kökunni. Hér er aðeins búið að blanda þeim örstutta stund saman við og því er kakan mikið hvít í grunninn.

9

Hellið blöndunni í smelluformið ofan á kexbotninn og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.

10

Rennið síðan hníf meðfram henni að innan áður en þið smellið hringnum af henni.

Skreyting
11

Raðið berjum á miðja kökuna og sigtið smá flórsykur yfir þau til að búa til „snjó“.


DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 200 g Lu Bastogne kex
 70 g smjörbrætt
Ostakökufylling
 400 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 120 g sykur
 50 g flórsykur
 3 gelatínblöð (+ 50 ml vatn)
 2 tsk Torsleffs vanillusykur
 200 g hvítt Tobleronebrætt
 200 ml rjómiþeyttur
 150 g Driscolls hindberstöppuð
Skreyting
 200 g Driscolls hindber
 Smá flórsykur

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið smjörpappír í botninn á 18-20 cm smelluformi.

2

Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til það er orðið að kexdufti.

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið í botninn á smelluforminu, ýtið smá blöndu aðeins upp kantana.

4

Setjið í kæli á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

Ostakökufylling
5

Leggið gelatínblöðin í skál með köldu vatni í um 10 mínútur. Sjóðið 50 ml af vatni í potti og vindið eitt og eitt gelatínblað upp úr kalda vatninu og blandið saman við það heita. Hrærið vel þar til þau eru öll uppleyst. Hellið í aðra skál og leyfið blöndunni að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.

6

Þeytið saman rjómaost, sykur og flórsykur í nokkrar mínútur.

7

Bætið vanillusykri og bræddu Toblerone saman við og næst gelatínblöndunni í mjórri bunu.

8

Næst má vefja rjómanum saman við með sleikju og að lokum stöppuðum hindberjunum. Því lengur sem þið hrærið hindberjunum saman við blönduna, því bleikari tónn verður á kökunni. Hér er aðeins búið að blanda þeim örstutta stund saman við og því er kakan mikið hvít í grunninn.

9

Hellið blöndunni í smelluformið ofan á kexbotninn og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.

10

Rennið síðan hníf meðfram henni að innan áður en þið smellið hringnum af henni.

Skreyting
11

Raðið berjum á miðja kökuna og sigtið smá flórsykur yfir þau til að búa til „snjó“.

Hátíðleg hindberja ostakaka

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…