#púðursykur

Beikonvafðar tígrisrækjurÞessar rækjur eru dásamlegar, bæði djúsí og smá „spæsí“ um leið og hvítlaukssósan mildar þetta og fullkomnar síðan allt.
SúkkulaðisælaHér er á ferðinni súkkulaðisæla sem er í líkingu við hjónabandssælu en í staðinn fyrir sultuna er notuð dásamleg súkkulaðismyrja
PáskaísinnÞessi ís er einn sá besti, það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm! Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana.
PáskaljúfmetiÞað er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska bæði hrískökur og marengs svo hér kemur algjör negla!
Hnallþóra áramótannaAlmáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
MokkamarengsDásamlegur mokkamarengs með Toffifee fyllingu, útkoman er hinn fullkomni eftirréttur eða góðgæti með kaffinu.
Ljúffengar andabringur og meðlætiFranskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Litlar döðlukökur með karamellusósuÞessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Kökurnar eru vinsæll eftirréttur á Englandi þar sem þær kallast Sticky Toffee Pudding en þær eru svo mjúkar og djúsí að þær bráðna upp í manni. Þær eru svo bornar fram með himneskri karamellusósu úr Werther’s karamellum.
Krönsí Daim smákökurHvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.
1 2 3 4