#oreganó

Kjúklingalæri með sítrónu & kramdar kartöflurHér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott!
Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósuÞessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma og fyrirhöfn og gefa fullkomið kryddbragð. Í þessar nota ég þrjár tegundir, chili, hvítlauk og basiliku. Það besta er að flöskurnar geymast lengi og því þurfum við ekki að vera að henda afgangnum af kryddunum eins og við lendum oft í þegar við kaupum fersk krydd. Ég nota kryddin auðvitað í sósuna líka sem er gerð frá grunni og er einnig mjög einföld og gott að græja hana á meðan bollurnar eru í ofninum. Svo sýð ég gott spaghettí og ber fram með bollunum og sósunni. Þetta er frekar stór uppskrift en ég mæli með að taka helminginn af bollunum og frysta þær. Frábært að eiga tilbúnar bollur í frysti þegar við nennum ekki að elda.
Hjartalaga valentínusarpizzaGómsæt og girnileg pizza með Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum, basiliku, mozzarella, klettasalati, parmesan osti og stökkri parma skinku.
Lúxus penne pastaHver elskar ekki máltíð sem hægt er að útbúa á um 20 mínútum með öllu!
Pizza eðla með snakkinuHér er í raun sama aðferð notuð og í hefðbundna eðlu, bara pizzasósa í stað salsa sósu og mun meiri ostur og pepperóni.