#cointreau

MargaritaMargarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita þekkt sem hið besta eldsneyti fyrir hvers kyns mannfagnaði. Í reynd er þó verið að vísa til konunnar sem drykkurinn heitir eftir, því hún var sannarlega til. Hún hét Margaret Sames, kölluð Margarita. Ótal útfærslur eru til af þessum klassíska kokteil þar sem bragðið er tekið í hinar og þessar áttir, en eitt eiga alvöru Margaritur sameiginlegt: Cointreau. Hin þrjú innihaldsefnin – ljóst tequila, lime-safi og salt á glasabarminn – eru hlutir sem hægt er að leika sér með og útfæra á ýmsa vegu, en enginn skyldi hrófla við kjarna málsins, hinum víðfræga franska appelsínulíkjör. Cointreau hefur ótvíræð áhrif á þau hanastél sem hann er blandaður í, og Margarita verður í senn ferskari á bragðið, bragðmeiri og í betra jafnvægi milli sætu og sýrni. Hinn frískandi appelsínukeimur Cointreau gefur ávaxtatón sem engin leið er að fá annars staðar frá. Frú Margaret Sames áttaði sig fljótlega á þessu lykilatriði og til er fræg tilvitnun þar sem hún segir: „Margarita án Cointreau er ekki saltsins virði.“
HindberjakokteillÞetta er sumardrykkurinn í ár! Einfaldur og bragðgóður með ljúffengri froðu og hindberjabragði. Hann inniheldur Cointreau, fersk hindber, lime, eggjahvítu, sódavatn og klaka.
Jóla cosmoNýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.
Cointreau konfektmolarÞað er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.
Hrekkjavöku kokteill – Brómberja MargaritaHvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni.