#rósmarín

Ljúffengar andabringur og meðlætiFranskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Kjúklingasúpa saumaklúbbsinsÞessi súpa er einstaklega bragðgóð og matarmikil. Uppskriftin er frekar stór og hentar þessi súpa því vel fyrir hittinga en við fjölskyldan gerum hana þó reglulega bara fyrir okkur og þá dugar hún í tvo daga.