#mjólk

Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.
Vanillukaka með kókos og karamellukremiVið íslendingar erum rosaleg súkkulaðiköku þjóð, mér finnst sjaldan sem boðið er upp á vanillukökur í veislum og svona. En þær eiga svo sannarlega skilið sitt pláss á veisluborðunum svo skemmtilegt að leika sér með bragðtegundirnar sem para flestar við vanillubotnana.
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Ljúffengar andabringur og meðlætiFranskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Súkkulaðikaka í bollaEf súkkulaðikaka gæti verið tilbúin á örfáum mínútum, þá væri lífið sko auðveldara! Hvað þá ef það er hægt að gera bara lítinn skammt fyrir einn eða tvo, eða bara marga sem hver og einn fengi sinn bolla! Þessi kaka uppfyllir þessa drauma og gott betur en það, það tekur örfáar mínútur að hræra í hana og baka og þið eruð komin með ylvolga súkkulaðiköku sem toppa má með ís og súkkulaðisósu til að gera gott enn betra, BOOM!
Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósuÞessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð.
Oreo S’mores sjeikHér er búið að blanda S’mores hugmyndinni í sjeik og útkoman var hreint út sagt guðdómleg!
Amerískar súkkulaði pönnukökurÞessar amerísku pönnukökur eru smá svona extra djúsí, með smá súkkulaðikeim og ekki sakar að saxa súkkulaði og blanda saman við áður en pönnukökurnar eru steiktar
Ris a la mandeHér er á ferðinni stórkostlegur og silkimjúkur Ris a la mande grautur.
1 2