#sesamfræ

Vaffla með laxiHrísgrjónavaffla með marineruðum laxi og majónesi. Frábær forréttur eða smáréttur með japönskum mat.
Tacos með BBQ bleikju & mangósalsaFiskur þarf sko alls ekki að vera leiðinlegur og hér kemur bleikja í afar góðum búningi. Ljúffengt taco með BBQ bleikju, mangósalsa, sýrðum rjóma með jalapeno Tabasco, vorlauk og sesamfræjum.
Lífræn, ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöriTilvalin uppskrift fyrir þá sem eru á ferðinni, t.d. í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9 árum síðan! Það er hægt að skipta út hráefnum eftir því hvað er til og smekk hvers og eins ef þið gætið bara að því að halda hlutföllunum réttum. Öll hráefnin eru bæði lífræn og vegan frá Rapunzel.
Litlar ostafylltar brauðbollurGómsætar fylltar brauðbollur með rjómaosti og sesamblöndu, fullkomið með ísköldum bjór sem snakk eða forréttur.
Udon núðlur frá AsíuHér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.
1 2