fbpx

Súkkulaðibitakökur með lakkrískeim

Súkkulaðibitakökur eru að mínu mati bestar aðeins volgar ennþá með ískaldri mjólk, mmmmm! Það er alltaf góður tími til þess að baka góðar smákökur! Það þarf alls ekki að bíða til jóla og mér persónulega finnst best að baka eina og eina sort í einu og borða þær jafnóðum!

Magn25 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 130 g smjör við stofuhita
 80 g sykur
 120 g púðursykur
 1 stk egg
 2 tsk vanilludropar
 130 g hveiti
 50 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk matarsódi
 0,50 tsk salt
 100 g dökkir súkkulaðidropar
 100 g Marabou Black Saltlakrits súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.

2

Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

3

Blandið hveiti, kakó, matarsóda og salti saman í skál og setjið út í smjörblönduna og blandið.

4

Saxið Marabou súkkulaðið niður og setjið það ásamt súkkulaðidropunum í deigið í lokin, hrærið örskamma stund.

5

Kælið deigið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt, plastið vel áður. Leyfið því síðan að standa við stofuhita í um 15 mínútur áður en þið útbúið kökurnar.

6

Hitið ofninn í 175°C og takið um 2 msk. af deigi fyrir hverja kúlu, rúllið saman og raðið á bökunarplötu.

7

Bakið í 13-15 mínútur og kælið á kæligrind.


DeilaTístaVista

Hráefni

 130 g smjör við stofuhita
 80 g sykur
 120 g púðursykur
 1 stk egg
 2 tsk vanilludropar
 130 g hveiti
 50 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk matarsódi
 0,50 tsk salt
 100 g dökkir súkkulaðidropar
 100 g Marabou Black Saltlakrits súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.

2

Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.

3

Blandið hveiti, kakó, matarsóda og salti saman í skál og setjið út í smjörblönduna og blandið.

4

Saxið Marabou súkkulaðið niður og setjið það ásamt súkkulaðidropunum í deigið í lokin, hrærið örskamma stund.

5

Kælið deigið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt, plastið vel áður. Leyfið því síðan að standa við stofuhita í um 15 mínútur áður en þið útbúið kökurnar.

6

Hitið ofninn í 175°C og takið um 2 msk. af deigi fyrir hverja kúlu, rúllið saman og raðið á bökunarplötu.

7

Bakið í 13-15 mínútur og kælið á kæligrind.

Súkkulaðibitakökur með lakkrískeim

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…