#grískjógúrt

Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríander dressinguÞessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir stærri hóp. Tandoori marineringin frá Patak‘s leikur hér stórt hlutverk enda dásamleg þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í indverskri eldamennsku.
Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósuÞessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð.
Tígrisrækjur í rauðu karrý með rauðkáls „coleslaw“Tígrisrækjur í rauðu karrý er unaðsleg blanda af safaríku sjávarfangi og krydduðu karrý með djúpum og ilmandi tónum. Borið fram með fersku og stökku rauðkáls „coleslaw“ er rétturinn bæði litríkur og spennandi bragðveisla.