Vegan og sykurlaust „súkkulaði“ bananabrauð!

  ,

febrúar 17, 2021

Dásamlegt Vegan og sykurlaust "súkkulaði" bananabrauð.

Hráefni

1 3/4 bolli hveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 bolli kókosflögur

1/4 tsk salt

4 msk Cadbury kakó

3 stórir þroskaðir bananar

8 döðlur ferskar

1/2 bolli Oatly iKaffe haframjólk

1 1/2 tsk vanilludropar

1/3 bolli olía

Leiðbeiningar

1Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Steinhreinsið döðlurnar og stappið bananana og setjið útí skálin (án þess að blanda).

2Blandið svo vökvanum saman í sér skál (eða bara í bollamálið) og hellið svo útí skálina. Hrærið öllu vel saman. Ath hér er best að nota hendurnar.

3Setjið deigið í smurt form og bakið í 25mínútur í ofni á 175C á blæstri.

4Hægt er að gera litlar sætar muffins en þá lækkar bökunartíminn í 15 mín.

Uppskrift eftir Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!

Karamellu marengskökur

Litlar karamellu marengskökur sem bræða hjartað.