fbpx

Indverskar vefjur með tófú og chutney

Alveg trufluð indversk vefja með tófú og chutney!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 125 gr stökk salatblöð (eins og td íssalat frá lambhaga)
 1 pakka Mission vefjur með grillrönd
 2 pakka tófú, ég nota Singh Tahoe tófú (450gr/stk)
 3 msk soja sósa
 1-2 msk sesamolía
 2 msk Pataks´s Tikka Masala Paste
 4 gulrætur
 1/4 lítill rauðkálshaus
 1/2 rauðlaukur
 2 dl Oatly hrein hafragúrt
 1/2 sítróna
 2 hvítlauksrif (1/4-1/2 geiralaus hvítlaukur)
 1/4 tsk jurtasalt
 Patak´s Mango Chutney
 Kóríander

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að taka tófúið úr pakkningunni og skola það. Vefjið svo eldhúsbréfi þétt utan um tófúið og þerrið það eins og hægt er. Því næst er tófúið skorið í strimla þar sem tófúið er skorið sirka 4 skurði í gegnum það endilangt, kubbnum svo velt á næstu hlið og skorið eins eftir endilöngu tófúinu og að lokum er kubburinn skorinn þvert á miðjan kubbinn.

2

Blandið saman sesamolíu, tikka masala paste-i og sojasósu saman og veltið tófúinu uppúr. Mér finnst best að setja tófústrimlana og marineringuna saman í nestisbox með loki og hrista það saman. Leyfið tófúinu að draga í sig marieringuna í amk 15 mínútur.

3

Dreifið tófústrimlunum á bökunarplötu með bökunarpappír og hitið í ofni á 200°C í 20 mínútur. Ágætt er að velta tófúinu við eftir 10 mínútur.

4

Athugið að það má auðvitað pressa tófúið og marinera það í lengri tíma en það þarf ekki. Gætið þó að því að ef tófúið er pressað þá getur bökunartíminn verið styttri.

5

Rífið niður gulræturnar og skerið rauðkálið og rauðlaukinn í strimla. Útbúið jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, safa úr hálfri sítrónu, salti og rifnum hvítlauk.

6

Hitið tortillapönnukökur, eina í einu í stutta stund á þurri pönnu.

7

Berið fram sem vefju smurða með mangó chutney og fyllt með íssalati, rifnu grænmeti, tikka masala tófústrimlum kórender og jógúrtsósu.

8

Njótið!


Uppskrift eftir Hildi Ómars

DeilaTístaVista

Hráefni

 125 gr stökk salatblöð (eins og td íssalat frá lambhaga)
 1 pakka Mission vefjur með grillrönd
 2 pakka tófú, ég nota Singh Tahoe tófú (450gr/stk)
 3 msk soja sósa
 1-2 msk sesamolía
 2 msk Pataks´s Tikka Masala Paste
 4 gulrætur
 1/4 lítill rauðkálshaus
 1/2 rauðlaukur
 2 dl Oatly hrein hafragúrt
 1/2 sítróna
 2 hvítlauksrif (1/4-1/2 geiralaus hvítlaukur)
 1/4 tsk jurtasalt
 Patak´s Mango Chutney
 Kóríander

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að taka tófúið úr pakkningunni og skola það. Vefjið svo eldhúsbréfi þétt utan um tófúið og þerrið það eins og hægt er. Því næst er tófúið skorið í strimla þar sem tófúið er skorið sirka 4 skurði í gegnum það endilangt, kubbnum svo velt á næstu hlið og skorið eins eftir endilöngu tófúinu og að lokum er kubburinn skorinn þvert á miðjan kubbinn.

2

Blandið saman sesamolíu, tikka masala paste-i og sojasósu saman og veltið tófúinu uppúr. Mér finnst best að setja tófústrimlana og marineringuna saman í nestisbox með loki og hrista það saman. Leyfið tófúinu að draga í sig marieringuna í amk 15 mínútur.

3

Dreifið tófústrimlunum á bökunarplötu með bökunarpappír og hitið í ofni á 200°C í 20 mínútur. Ágætt er að velta tófúinu við eftir 10 mínútur.

4

Athugið að það má auðvitað pressa tófúið og marinera það í lengri tíma en það þarf ekki. Gætið þó að því að ef tófúið er pressað þá getur bökunartíminn verið styttri.

5

Rífið niður gulræturnar og skerið rauðkálið og rauðlaukinn í strimla. Útbúið jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, safa úr hálfri sítrónu, salti og rifnum hvítlauk.

6

Hitið tortillapönnukökur, eina í einu í stutta stund á þurri pönnu.

7

Berið fram sem vefju smurða með mangó chutney og fyllt með íssalati, rifnu grænmeti, tikka masala tófústrimlum kórender og jógúrtsósu.

8

Njótið!

Indverskar vefjur með tófú og chutney

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.