fbpx

Kremað kókos dahl

Girnilegur inverskur grænmetisréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Dahl-ið:
 olía
 2 gulir laukar
 1 geiralaus hvítlaukur
 5 cm engiferbútur (ca 2 msk smáttsaxað)
 3 tsk kóríanderfræ möluð í morteli (eða malaður kóríander)
 2 tsk cumin
 1 msk grænmetiskraftur frá OSCAR
 1 msk Pataks Madras Spice Paste
 1 lime (safinn)
 3 lárviðarlauf
 250 gr rauðar lífrænar linsur frá Rapunzel
 4 tómatar
 4 bollar vatn
 1 kókosmjólk úr dós frá Blue Dragon
 salt - ca 1/2 tsk
Meðlæti:
 Basmatihrísgrjón frá Tilda
 Kúmenfræ
 Hrein Oatly jógúrt
 Kóríander
 Þurrkaðar döðlur

Leiðbeiningar

1

Steikið smátt saxaðan lauk, hvítlauk og engifer í u.þ.b. 1 msk af olíu, bætið svo við möluðum kóríander fræum ásamt cumin, grænmetiskrafti, madras spice paste, limesafa, lárviðarlaufum og linsum.

2

Blandið öllu vel saman og bætið svo tómötunum, vatni og kókosmjólk við og látið malla í um 20 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar vel mjúkar og áferðin eins og þunnur grautur. Smakkið til og saltið eftir smekk.

3

Sjóðið basmatigrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu nema bætið 2 msk af kúmenfræum út í pottinn (viðmið skammtur fyrir 4).

4

Berið kremaða kósosdahl-ið fram með kúmengrjónum, hreinni Oatly jógúrt með smá cumin útí ásamt smáttsöxuðum döðlum og ferskum kóríander.


Uppskrift frá Hildi Ómars.

DeilaTístaVista

Hráefni

Dahl-ið:
 olía
 2 gulir laukar
 1 geiralaus hvítlaukur
 5 cm engiferbútur (ca 2 msk smáttsaxað)
 3 tsk kóríanderfræ möluð í morteli (eða malaður kóríander)
 2 tsk cumin
 1 msk grænmetiskraftur frá OSCAR
 1 msk Pataks Madras Spice Paste
 1 lime (safinn)
 3 lárviðarlauf
 250 gr rauðar lífrænar linsur frá Rapunzel
 4 tómatar
 4 bollar vatn
 1 kókosmjólk úr dós frá Blue Dragon
 salt - ca 1/2 tsk
Meðlæti:
 Basmatihrísgrjón frá Tilda
 Kúmenfræ
 Hrein Oatly jógúrt
 Kóríander
 Þurrkaðar döðlur

Leiðbeiningar

1

Steikið smátt saxaðan lauk, hvítlauk og engifer í u.þ.b. 1 msk af olíu, bætið svo við möluðum kóríander fræum ásamt cumin, grænmetiskrafti, madras spice paste, limesafa, lárviðarlaufum og linsum.

2

Blandið öllu vel saman og bætið svo tómötunum, vatni og kókosmjólk við og látið malla í um 20 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar vel mjúkar og áferðin eins og þunnur grautur. Smakkið til og saltið eftir smekk.

3

Sjóðið basmatigrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu nema bætið 2 msk af kúmenfræum út í pottinn (viðmið skammtur fyrir 4).

4

Berið kremaða kósosdahl-ið fram með kúmengrjónum, hreinni Oatly jógúrt með smá cumin útí ásamt smáttsöxuðum döðlum og ferskum kóríander.

Kremað kókos dahl

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.