Vegan nachos

  , ,   

apríl 29, 2021

Nachos veisla með steiktum baunum og hafrarjómaosti.

Hráefni

Mission nachos flögur eftir smekk

1 dós Rapunzel Canellini hvítar baunir niðursoðnar

2 hvítlauksrif

½ laukur

Filippo Berio ólífuolía

Cumin krydd

Chiliflögur

Salt og pipar

Mission salsasósa

1 avókadó

½ límóna, safinn

2 tómatar

Oatly hafrarjómaostur, hreinn

Ferskt kóríander eftir smekk

Leiðbeiningar

1Skerið lauk smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauk og smjörbaununum saman við. Kryddið með cumin, chiliflögum, salti og pipar.

2Blandið salsasósunni saman við.

3Dreifið nachos flögum í botninn á eldföstu móti og setjið smjörbaunablönduna yfir.

4Hitið smurostinn í potti þar til hann þynnist aðeins og hellið yfir blönduna (það er auðveldara að dreifa ostinum yfir þegar hann er heitur).

5Hitið ofninn í 190°c á blæstri. Bakið í ofni í 10-15 mínútur.

6Skerið avókadó og tómata smátt. Blandið saman og bætið límónusafanum yfir. Kryddið með salti og pipar.

7Hellið avókadóblöndunni yfir nachosréttinn ásamt smátt skornu kóríander.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Buffaló fröllur

Ég hef áður dásamað við ykkur „Waffle fries“ og hér eru þær komnar á næsta „level“ með buffaló kjúklingi, algjör snilld!

Einn klassískur hummus í sparifötum

Sælkera hummus í sem allir geta gert.

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.