Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Ég hafði aldrei prófað að nota banana sem sætu í granóla fyrr en Tobba Marínós kom með granólað sitt á markaðinn. Ég segi bara takk fyrir þá hugmynd því við á mínu heimili erum bara ferlega hrifin af því. Hér er heimagert granóla í anda Granólabarsins “sem mamma ykkar vill að þið borðið”. Enginn sykur, ekkert síróp, bara strangheiðarleg lífræn hráefni og bragðlaukarnir segja “ekki hætta að narta í þetta eins og snakk”.

Read more

Dúnmjúkir sælkerasnúðar með kaffi & súkkulaðifyllingu

Dúnmjúkir sælkerasnúðar með kaffi & súkkulaðifyllingu

Snúðar í allskonar útgáfum er líklega bara með því besta bakkelsi sem fyrirfinnst. Og súkkulaði er líka best og það er fátt sem toppar góðan kaffibolla. Hér er þetta allt komið saman í mýkstu og mest djúsí snúðum sem þú getur ímyndað þér. Snúðarnir eru úr fullkomnu „brioche“ deigi, fylltir með dökkri kaffi og súkkulaðifyllingu þar sem ég nota 70% súkkulaði frá Rapunzel. Það súkkulaði er algerlega magnað í bakstur þar sem það er mjög dökkt en ekki biturt eins og margt annað svipað súkkulaði. Það sem gerir þá extra mjúka er rjóminn sem hellt er yfir þá fyrir baksturinn og svo auðvitað toppaðir með kaffi og súkkulaðikremi. Ég get sagt ykkur það að meira að segja þau sem drekka ekki kaffi eru sjúk í þessa!

Read more

Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.

Read more

Norsk möndluterta með gulu kremi „Suksess kake“

Norsk möndluterta með gulu kremi „Suksess kake“

Þessi kaka er líklega með þeim einföldustu en þær eru oftast bestar. Uppskriftin kemur frá Noregi en þar hefur hún verið með þeim vinsælli í áratugi og er tertan bökuð við öll tilefni, allt árið um kring. Hvort sem tilefnið er fínna á borð við brúðkaup og fermingar eða bara til að hafa með sunnudagskaffinu. Botninn minnir á makkarónubotn og gula kremið passar fullkomlega við möndlurnar og er alls ekki of sætt. Og þar sem ekkert hveiti er í kökunni hentar hún vel fyrir þau sem þurfa að sneiða hjá glúteni en vilja samt gera vel við sig með góðri tertusneið.

Read more

Kókos- og bláberjaterta með mascarpone kremi

Kókos- og bláberjaterta með mascarpone kremi

Ef þið eruð í leit að sparilegri tertu sem sómir sér vel á veisluborðinu þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hvert sem tilefnið er þá er þessi alger drottning, bæði er hún dásamlega falleg en hún smakkast einnig guðdómlega. Þessi blanda, kókos, bláber og silkimjúkt rjómaostakrem er algerlega himnesk en látið ekki blekkjast, hún virðist við fyrstu sýn í flóknari kantinum en er í raun tiltölulega einföld í gerð. Það er einnig hægt að gera hana daginn fyrir viðburð þar sem hún geymist vel í kæli.

Read more

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexi

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexi

Þessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar.
Þessar verðið þið að prófa!

Read more

Ævintýralega góðar vegan snickers brownies

Ævintýralega góðar vegan snickers brownies

Allt sem er með súkkulaði, jarðhnetum og karamellu er sjálfkrafa stórkostlegt. Þessar brownies toppa líklega allt og það sem meira er, þær eru vegan! Fyrst kemur þéttur og bragðmikill brownie botn. Ofan á hann kemur karamellan en hún er meðal annars gerð úr döðlum, hafrarjóma og hnetusmjöri. Þar næst koma salthnetur sem þrýst er aðeins ofan í karamelluna og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á. Það nær bara engri átt hvað þessar brownies eru stórkostlegar, látið ekki hugfallast þó það þurfi smávegis handavinnu til, þær eru fullkomlega þess virði.

Read more