fbpx

Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetum

Á mínu heimili er allt bakkelsi sem inniheldur banana sívinsælt og klárast jafnan samstundis. Þessar múffur eru engin undantekning og kláruðust á augabragði. Kanillinn og pekanhneturnar gefa þeim aðeins haustlegan blæ og það er algjör lúxus að toppa þær síðan með karamellunni. Ég nota kókosolíu í þær en það kemur bara örlítill kókoskeimur af henni sem mér finnst passa svo vel með bananabakstri. Og eins og með flest bakkelsi frystast þær mjög vel. Ég mæli þá með því að setja karamelluna ofan á þegar á að bera þær fram. Það er auðvitað hægt skipta hnetunum út fyrir aðra tegund en pekanhnetur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Bananamúffur
 2 stk bananar, vel þroskaðir
 120 g sykur
 2 stk egg
 230 g hveiti
 1 tsk kanill
 2 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 ¼ tsk matarsódi
 50 ml kókosolía frá Rapunzel, aðeins velgd
 50 ml nýmjólk, við stofuhita
 1 tsk vanilludropar
 ¼ tsk vanillukorn frá Rapunzel
 80 g pekanhnetur, saxaðar
 Karamella, heimagerð eða keypt tilbúin
Heimagerð karamella
 200 g sykur
 120 ml rjómi
 90 g smjör
 ½ tsk sjávarsalt

Leiðbeiningar

Bananamúffur
1

Hitið ofn í 180°C blástur. Setjið 12 möffins form í möffins bakka og setjið til hliðar.

2

Stappið bananana og setjið til hliðar.

3

Hrærið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

4

Sigtið hveiti, kanil, lyftiduft, salt og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar.

5

Velgið kókosolíuna þar til hún verður fljótandi. Blandið saman nýmjólk, vanilludropum og kókosolíu og hrærið saman. Ef mjólkin er ísköld er gott að velgja hana í nokkrar sekúndur í örbylgjunni.

6

Setjið helminginn af þurrefnunum og vökvanum saman við eggjablönduna og hrærið varlega, setjið restina af þurrefnum og vökva saman við og hrærið. Bætið bönunum saman við með sleikju.

7

Saxið pekanhneturnar og skiptið deiginu í möffinsformin og stráið söxuðu pekanhnetunum yfir.
Bakið í 22-25 mín.

8

Takið bakkann út og leyfið möffinskökunum að kólna aðeins. Færið þær þá yfir á grind til að kæla þær alveg.
Dreifið karamellunni yfir hverja köku.

Heimagerð karamella
9

Setjið sykur í þykkbotna pott og bræðið sykurinn við miðlungs hita. Varist að hræra í sykrinum, hann hleypur þá í kekki. Best er að leyfa sykrinum alveg að bráðna í friði.

10

Þegar sykurinn er bráðinn og kominn fallega brúnn litur á hann hellið þið rjómanum saman við og hrærið þá rösklega þar til rjóminn samlagast sykrinum.

11

Bætið þá smjörinu og saltinu saman við og hrærið þar til karamellan er samlöguð. Setjið í hreina krukku og geymið í kæli


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Bananamúffur
 2 stk bananar, vel þroskaðir
 120 g sykur
 2 stk egg
 230 g hveiti
 1 tsk kanill
 2 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 ¼ tsk matarsódi
 50 ml kókosolía frá Rapunzel, aðeins velgd
 50 ml nýmjólk, við stofuhita
 1 tsk vanilludropar
 ¼ tsk vanillukorn frá Rapunzel
 80 g pekanhnetur, saxaðar
 Karamella, heimagerð eða keypt tilbúin
Heimagerð karamella
 200 g sykur
 120 ml rjómi
 90 g smjör
 ½ tsk sjávarsalt

Leiðbeiningar

Bananamúffur
1

Hitið ofn í 180°C blástur. Setjið 12 möffins form í möffins bakka og setjið til hliðar.

2

Stappið bananana og setjið til hliðar.

3

Hrærið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

4

Sigtið hveiti, kanil, lyftiduft, salt og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar.

5

Velgið kókosolíuna þar til hún verður fljótandi. Blandið saman nýmjólk, vanilludropum og kókosolíu og hrærið saman. Ef mjólkin er ísköld er gott að velgja hana í nokkrar sekúndur í örbylgjunni.

6

Setjið helminginn af þurrefnunum og vökvanum saman við eggjablönduna og hrærið varlega, setjið restina af þurrefnum og vökva saman við og hrærið. Bætið bönunum saman við með sleikju.

7

Saxið pekanhneturnar og skiptið deiginu í möffinsformin og stráið söxuðu pekanhnetunum yfir.
Bakið í 22-25 mín.

8

Takið bakkann út og leyfið möffinskökunum að kólna aðeins. Færið þær þá yfir á grind til að kæla þær alveg.
Dreifið karamellunni yfir hverja köku.

Heimagerð karamella
9

Setjið sykur í þykkbotna pott og bræðið sykurinn við miðlungs hita. Varist að hræra í sykrinum, hann hleypur þá í kekki. Best er að leyfa sykrinum alveg að bráðna í friði.

10

Þegar sykurinn er bráðinn og kominn fallega brúnn litur á hann hellið þið rjómanum saman við og hrærið þá rösklega þar til rjóminn samlagast sykrinum.

11

Bætið þá smjörinu og saltinu saman við og hrærið þar til karamellan er samlöguð. Setjið í hreina krukku og geymið í kæli

Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetum

Aðrar spennandi uppskriftir